Ný félagsrit - 01.01.1867, Qupperneq 31
Bréf frá Íslendíngi á Skotlandi.
31
sera er 354 rd. meira en Fribfinnur fékk. En ef Fri&finnur
hefíii nú haft rýrar slægjur og ekki fengií> neraa 70 hesta
árlega, þá ver&ur 10 ára aríiurinn af kaupafólks haltli
hans, aí> meöreiknu&um tveggja ára aríii af ánum, sem á
heyskap þessum geta lifaí), ekki nema 840 rd., svo ábata
munurinn ver&ur þá 714 rd. Ef þeir lifa nú báíiir önnur
10 ár og halda áfram, þá veríiur ábatinn meiri Hlei&ólfs-
megin, því þá fær hann sama arí) af því, sem hann vinnur
á þeim 10 árum, sem ver&ur meira en ar&ur Fri&finns
af heyskapnum, eins og á&ur, og þar að auki fær hann
afraksturinn af tíu hinum fyrri dagsláttum, sem í 10 ár
ver&ur 3600 rd.; því mismunurinn er sá, að Fri&tínnur
ver&ur aö sá á hverju ári til þess aö fá uppskeru, en
Hlei&ólfur uppsker hundra&faldan ávöxt árlega, alla æfi,
af því sem hann sá&i einusinni. j>ér þykir eg nú máske
liafa gjört nógu mikið úr afrakstrinum af þúfnasléttuninni,
en eg hefi eigin reynslu fyrir mér í því, og mörg dæmi
sem eg þekki, a& tö&uaukinn af einni dagsláttu, sem vel
er sléttuð og vel ræktuð á eptir, er ekki minni en!6—20
hestar; en hægt er að slétta hana í ógrýttu túni fyrir
68 rd., ef ma&ur hefir plóg og herfi. Eg hetí líka reiknað
heyskapinn betri, heldur en eg hefi sjálfur sé& í mörgum
stö&um, en þa& er vitanlegt, a& þesskonar áætlunarreikníngar
geta aldrei átt allsta&ar við, án ymsra tilbreytínga eptir
landslagi og ymsum kríngumstæ&um, og hver einn getur
því fært þá upp og ni&ur, eptir því sem hann veit a&
þar hentar.
þinn vin
T. B.