Ný félagsrit - 01.01.1867, Blaðsíða 48
48 Fjárhagsmál Islands og stjórnarmál.
e&a í sjdfe Danmerkur e?)a Noregs, því þa& hef&i veriö
rángindi e&a rán, sem vér getura ekki gjört ráð fyrir a&
konúngur hafi viljað fremja. þetta sýndi sig líka á því,
a& tii eru nokkrar konúngs skipanir fyrir a& stofna skóla á
klaustrunum, og verja tekjum þeirra til almennrar mentunar
í landinu. En þegar nú gózin voru landsins eign, og
afgjald þeirra og andvir&i sömulei&is, þá hefir landiö á
hverjum tíma sem er fullkominn rétt á a& heimta eign
sína, e&a hennar andvir&i fullt, og engin hef& getur svipt
þa& þessum rétti. Hvenær þa& notar sér þenna rétt, e&a
framfylgir honum, ver&ur a& vera komiö undir kríngum-
stæ&um. Nú hefir staðiö hér svo á, að fjárhag íslands
og hinna annara hluta konúngsveldisins hefir verið slengt
saman um lángan aldur, en sérílagi hefir allur Qárplógur
frá íslandi verið dreginn til Kaupmannahafnar og tií
Danmerkur, en aptur á móti hefir verið kallað svo, sem
Island ætti tiltölu til þess fjár úr sameiginlegum sjó&i,
sem þa& þyrfti rneð ,* en reikníngar voru aldrei auglýstir,
') Bréf rentukammersins til fjárstjórnarráðsins 5. Febr. 1803 lýsir
ágætlega vel þeirri skoðan, sem stjórninhafði þá í fjárhagsmálum
Islands. „Maður getur ekki eiginlega sagt”, segir rentukammerið,
„að það hafl verið tekið til hins íslenzka kollektusjdðsins til
strandamælínganna vegna annars en þess, að sjóður þessi var
einmitt til, og fyrir hendinni, og að nokkru leyti til þess að
hlífa (I) konúngssj óðnum. Hérumbil 5000 rd. hafa verið
teknir af þessum sjóði til Islands þarfa’, en hefði hann
ekki verið, þá hefði Island getað gjört sér von um styrk
úr konúngs sjóði, eins og að sínu leyti Noregur, eða
ónnur lönd konúngsins”. Lagasafn h. ísl. VI, 602. það
var einmitt mátinn þá, að taka jöfnum höndum það sem til
var, hver sem það átti, og aptur á hinn bóginn að leggja til
reikníngslaust þar sem þurfti. En dæmi þetta sýnir, að það
sem Islandi var veitt til þarfa, þa& var tekið af þess eigin sjóði,
kollektusjóðnum, en það sem Noregi eða hinum var veitt, það
var úr konúngssjóði. Dæmið er rétt til að sýna, að engu einu
af löndum konúngs heflr verið að sínu leyti eins misboðið f