Ný félagsrit - 01.01.1867, Page 69
Fjárhagsmál íslands og stjórnarmál.
69
raun og veru, og hvort ekki væri hallaö á þah töluvert
í reikníngunum; slík rannsókn hef&i líklega um þær mundir
af sumum veriö álitin sú dirfska, sem engum embættismanni
væri leyfileg; en í nefndinni voru þaö embættismenn einir,
sem heffei verib menn fyrir a& hefja slíka rannsókn.
þegar Kristján konúngur hinn áttundi kom til ríkis,
var þaí) ein hans fyrsta stjórnarathöfn, a& koma fjárhags-
efnum ríkisins í betra lag. þartil haföi hann og mestu
hvöt í bænarskrám og uppástúngum frá þíngunum, sem
heimtuím betri og greinilegri skýrslur um allt þetta mál,
heldur en á&ur höffcu fengizt. Til aí> fullnægja þessari
kröfu var þaí> hib fyrsta stig, aí> auglýsa fyrir alþýöu
greinilegar skýrslur um alla reiknínga og fjárstjórn ríkisins,
og þannig kom út á prent hinn fyrsti greinilegi ríkisreikn-
íngur, e&a eiginlega áætlun til ríkisreiknínga 1841 *.
þar hefir rentukammerib í fyrsta sinn auglýst nokkub
greinilega skobanir sínar um fjárhagsmál Islands, en hin
helzta ástæöa þartil var sú, ab Kristján konúngur haf&i
skipab í úrskur&i 15. Juni 1840, a& rentukammerib skyldi
gaumgæfa, hvernig því mætti til lei&ar koma a& Island
bæri kostnab sinn sjálft, e&a gyldi aptur þa& sem lagt
væri árlega til útgjalda landsins úr rikissjó&i. I skýr-
íngum sínum vi& áætlun þessa segir rentukammerib fyrst
og fremst, a& þa& sem ríkissjó&urinn ver&i a& leggja til
Islands þarfa verfei ((varla metife minna” en til 15000 rd.
árlega, og þa& s& ((teki& a& me&alhófi þeirra 5 ára 1835—
1839’’ (sem hér skammt á undan var sýnt, afe ekki gæti
reyndar átt sér stafe). þar næst getur rentukammerife þess,
a& sú sé ein me& ö&ru orsökin til a& jaröabókarsjó&urinn
“) Konúngsbref um aðaláætlun ríkisreikninga og einkum til áreins
1841, dags. 11. April 1841, í Lagas. h. ísl. XII, 75—82 og
ágrip af því i Ný. Felagsr. II, 168—172.