Ný félagsrit - 01.01.1867, Side 85
Fjárhagsmál Islands og stjómarmál.
85
ísland þá afe verfca evipt öllu, sem héti þíng efea fulltrúa-
kosníngar, efea þaöan yríii aö kjósa til þíngs í Danmörkn;
hib fyrra væri óheyrileg rángindi og ofríki, hií) síöara
væri aö misbjóba Islendíngum, bæöi túngumáli þeirra og
þjóöerni. þaÖ yröi hvorttveggja fyrir hinni sömu meðferö
af hendi Dana, sem Danir sjálfir hafa kvartaö yfir af
hendi þjóöverja í Siesvík. — Ef hin íslenzku mál ætti að
koma til skiptíngar milli stjórnardeilda, á sama hátt og
hin dönsku, þá leiddi þar af, aÖ málin kæmi í þeirra
manna hendur, sem ekkert skildi í Islenzku, og þar meö þá
heldur ekkert í efni málanna; en af því leiddi svo aptur
annafchvort, aö öll meöferö málanna yröi á Dönsku, bæöi
á íslandi og í Danmörku, eÖa þá aÖ fórstöfeumenn þeirra
yr&i aö takast á hendur ábyrgö þess, sem þeir skildi ekkert
í aö gagni. — Höfundur greinarinnar endar meö því, aí> láta í
ljósi sitt álit um, hvernig þjóöerni og mál Islendínga geti
notiö réttar síns, sem er meö því, aö ((láta ísland halda
fulltrúaþíngi sínu, alþíngi, meö þeirri breytíngu, sem
leiöir af stjórnarbreytíngunni í Danmörku; ab setja á stofn
landstjórn í landinu sjálfu, og þar meö aö búa til
stjórnardeild, sem lögÖ væri undir öll þau íslenzk mál,
er nú heyra undir hin ymsu stjórnarráÖ; en forstjórinn
eba ræöismaöurinn fyrir þessari stjórnardeild ætti aí> vera
maöur fyrir ab takast á hendur ábyrgb stjórnar sinnar,
eba meb öbrum orbum, hann yrbi ab vera nákvæmlega
kunnugur öllu ásigkomulagi á íslandi og kunna málib
til hlítar.
Um sama leyti og þessar greinir stóbu í dönskum
blöbum, komu álíka hugmyndir í Ijós í Nýjum Félagsritum1,
auk þess ab þar var sýnt, ab hinn forni sáttmáli Islendínga
') Hugvekja til Íslendínga, Ný Felagsr. VIII, 1—24.