Ný félagsrit - 01.01.1867, Qupperneq 95
Fjárhagsmál íslands og stjórnarmál.
95
staí> fylkjaþínganna, var sett svo, at> íslandi væri ætlab
at> kjdsa fimra menn til fyrstu deildar í þínginu (fdlksþíngs)
og tvo til annarar deildar (landsþíngs). þetta frumvarp
gjörtii því bersýnilega ráf) fyrir, ab Island væri innlimað
í konúngsríkib, og öll þess mál, ab minnsta kosti öll hin
merkari, og öll löggjafarmál einkanlega, skyldi heyra undir
löggjafarvald hins danska ríkisþíngs. þab var í augum
uppi, ab Island yrbi meb þessu möti svipt sínum þjáblegu
réttindum, og alþíng séríiagi svipt öllu sínu atkvæbi í
íslenzkum málum. þjóbleg réttindi vor öll voru farin, því
vér gátum aldrei vænzt, ab vor fimm atkvæbi mebal J 50
(sem þá var ætlab) gæti komib fram öbruvísi en sem
dönsk atkvæbi; þíngmenn vorir hefbi orbib ab kunna
Ðönsku, og tala Dönsku á þíngi, annars hefbi þeir ekkert
gagn getab gjört; þeir einir hefbi þá í raun og veru verib
kjörgengir, sem kunnu bezt Dönsku; en þetta er meb
öbrum orbum hib sama, og ab svipta oss vorum náttúrlega
rétti til ab fylgja þjáberni voru. Alþíng var meb þessu
svipt öllu sínu atkvæbi í íslenzkum málum, því þab gat
þá ekki vænzt ab fá eba geta haldib neinu löggjafarvaldi;
en þá þab hefbi verib látib gefa einskonar álit, einsog
undirbúníngsnefnd handa ríkisþínginu, líkt eins og Færey-
íngar hafa nú, þá hefbi þab verib í rauninni þýbíngarlaust,
því ríkisþíngib hefbi getab farib meb þab eptir vild sinni.
þetta var nú sú hlibin á málinu, sem ab Daninörku sneri,
og er sýnilegt, ab hún er öldúngis í því máti steypt, sem
blab þjábernisflokksins hafbi myndab, einsog fyr var frá
skýrt. þessar uppástúngur mundu hafa komib fram ein-
dregnar, ef ekki hefbi komib bænarskrár frá íslandi, eba
ef Islendíngar hefbi ekkert látib til sín heyra.
En nú kom hin hlibin málsins, sem ab íslandi sneri,
og var þar fyrst konúngsbréfib frá 23. Septembr. 1848,