Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Page 11

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Page 11
11 jþeir seiu geta ekki með öðru móti sannfærst nm nytsemi þvílíkra funda, ættu þó að látaþaðmæla fram með þeim, að þeir tíðkast erleiulis, og alstaðar í Danmörku, bæði úr lieilum biskupadæmum og ein- stökum prófastadæmum. Að sönnu megum vér ekki ætlast til þess, að þessliáttar prestastefnur bjá okk- ur yrðu eins arðsamar og þar — sist hvað visindi snertir — einkum af því þeim yrði svo skjaklan komið við, og ekki megum við ætlast til ofmikils í fyrstu, því þá er svo hætt við, að áhuginn ogáræð- ið dofni, ef ávextirnir geta ekki náð eptirvæntíng- unni; en þessu efni er eins varið og hverju öðru, að mjór er mikils visir; og það sem með fyrstu þótti lítilmótlegt, verður einatt mikið og blessunar- víkt í afleiðíngum sínuin, af því lítið ber þá ábless- unarefni þvi, sem Drottinn ætlar tímanum að ávaxta. 5að er auðvitað, að mörg tormerki má telja á þessliáttar prestafundum — og sumir telja tormerki á öllum hlutum — prófastsdæmin eru víðlend, veg- irnir slæmir og lángir, og prestarnir eiga ekki heim- angeingt; þetta mál er nú einsog það er virðt: en það er þó ekki talað útí bláinn;því við, sem gefum út ritling þennan, höfum sýnt, að hægt er að koma þessháttar fundum á, jafnvel í hinum erfiðari pró- fastadæmum, þar sem við áttum fund með okkur á Staðastaðí fyrra, 1. júlí-mánaðar, og hefðum þá ef- laust allir mætt, hefðu ekki tveir okkar legið rúm- fastir af megnri kvefsótt, semum það leiti fór yfir. jþó sumum útifrá kunni nú að virðast, sem við höf- um litlu afkastað á fundi þessum, þá mun enginn okkar vilja hafa þá för ófarna, því við getum allir með sanni sagt, að það var okkur öllum gleðistund, og við höfum glögglega fundið, hvernig hún treysti bræðralag okkar og vináttubönd. Við ræddum þá um marga hluti og færðum til ástæöu með og mót,

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.