Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Qupperneq 24
24
óvæiina efni virðtist komið fyrir hinu góða málefní-
inu; og einsog geislar sólarinnar eru þá hvað fagr-
astir er þeir koma framundan dymmu skýi, eins hafa
menn því ástúðlegar fagnað sannleikanum, sem hann
áöur var hjúpaður svartara villumyrkri. Villuritin
hafa þannig gefið tilefni til, ekki einúngis að mörg
áður óþekkt sannindi liafa fundist og leiðst í ljós,
heldur hafa þau vakið menn til að virða og meta
sannleikann einsog hann á skilið og finna ný vopn
til að verja hann með, þegar hin eldri reyndust orð-
in ofsljóog bitlítil, og þannig um leið bæði æft
sálargáfur manna og hjálpað til að sannleikurinn
geymðist betur eptir enn áður. Jegar á allt er lit-
ið, á því mannkynifi villuritunum svo mikið að þakka,
og þau eiga svo djúpar rætur í sögu þess og hug-
mynda-heimi, að um þau má einnig óhætt segja, að
þau séu orðin til af einskonar andlegri nauðsýn, eins-
og líka hitt, að þau, þó seinna sé, liafi bætt og bæti
úr andlegum þörfum manna, ekki að eins með laung-
um aðdraganda, heldur beinlínis og blátt áfram.
En verði nú þetta með sanni sagt um þá bóka-
tegund, sem þó þykir iskyggilegust allra, hve miklu
sjálfsagðari eru þá notin af lestri annara bóka,
sem þará ofan ■ eru bæði vel samdar, lærdómsríkar
og einmiðt ætlaðar monnum til uppbyggíngar? Jetta
er auðsætt, og það liggur í augum uppi, að notin
eru því meiri, sem bókin er í sjálfri sér nauðsýn-
legri, betur samin, og svarar í öllu tilliti betur til-
ætlun sinni.
Heimfæri menn nú þessar hinar almennu ástæð-
ur, er þannig verða teknar af öllum bókum, til al-
þíngistíðindanna, þá er það engin heimskuleg til-
ætlun, þó menn vænti þess af þeim, jafnvel óséð
eða fyrirfram, að lestur þeirra geti orðið manni að
talsverðu gagni; því það er kunuugt, að málefni