Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Page 26

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Page 26
íngi á alþíngi og hinni mikilvægu tilætlun fiess, og með því vara við tveimur villugötum, sem jeg er hræddur um, að allmargir hafi villst á, armaðhvort að vantreysta eða oftreysta alþíngi, eða sem er hið sama, að ætlast til oílitils eða til ofinikils af því. Af alþíngistíðindunum sést, að þíngið er einúngis ráðgjafarþíng, en hefur hvorki löggjafarvald eða dóms- vald; sumpart kallar konúngur þar menn saman til ráðaneytis, sumpart lofar liann landsmönnum að kjósa þángað þá, er þeir hafa hetst traust á. Kon- úngur sendir þángað frumvörp til lagaboða, sem hann ætlar sér að gefa út; eiga þíngmenn að segja um þau álit sitt, fallast á þau, eða ráða frá þeim, taka iir þeim, eða bæta inní þau, einsog þeim sýnist betst eiga við hér á landi. Eins á þingiö að bera fram fyrir konúng það sem landsmenn að fyrra bragði annaðhvort stínga uppá, eða biöja um, þegar þing- menn eru áður búnir að skoða þessar uppástúngur eða bænarskrár, og laga þær svo að þær þyki fram- bærilegar. Frá öllu þessuskýra þíngtíðindin greini- lega, og þegar menn vita þetta, þá vita þeir undir- eins hitt, livers þeir með réttu getavæntaf alþíngi, og hvers ekki. Við megum ekki ætlast til, að kon- úngur fari ætíð og i öllu eptir því sem alþíng ræð- ur til, og til þess verður hann heldur ekki skyld- aður, meðan hann er einvaldsstjórnari, og getur það opt borið við, aö honum lítist annað enn alþingi, og fer hann þá eptir því sem honum þykir betst henta, þó tillögur alþíngis stefni í aðra átt. En á liinn bóginn megum við heldur ekki ætla, að hann skipti sér ekki af því, sem alþíng leggur til, og hann veit, að er vilji þjóðarinnar; því til hvers mundi hann þá kalla alþíng saman? eða til hvers vildi hann þá fá að vita ráð eða vilja þegna sinna, ef hann eins eptir sem áður, færi eingaungu eptir

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.