Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Page 53
53
því, sem sérhverjum er trúað í'yrir, og ráðsmennsku
þá sem sérhverr á síðan á að standa reikníngsskap
á; þúsemhefur grannskilið það, hvílíka menn krist-
in trú ætlaði að gjöra úr játendum sínum, getur þú
leiðt þér í hug, ef þú virðir fyrir þér æfi ofdrykkju-
mannsins, að kristin trú vilji kannast við þesshátt-
ar áhángendur, eða telji þá með erfíngjum guðsrík-
is? Getur þú séð ofdrykkjumanninn dratta og slaga
áfram á glötunar- og glæpa - vegi, þarsem hann veit
lítið eða ekkért af sér, líkari vitfyrríngi enn skyn-
semigæddri veru, þarsem hann eyðileggur sjálfan sig
og er óþarfur öðrum, og ímyndað þér, að þetta muni
vera vegur til himins, vegur til arftöku í guðsríki?
Eða þegar þú sér veiklaða krapta sálar og likaina
hans, og heyrir rugl lians og heimskuþvættíng, og
sér hann skjálfa og riða á betsta ahlri einsoghrum-
asta gamalmenni, og þú hugsar til þess, aö liann er
vera sköpuð í Guðs mynd, og kallaöur til þess af
Jesú Kristi að fullkomna þessa mynd í helgun og
réttlæti, getur þú þá leiðt þér í grun, að hann sé í
tölu útvaldra? ]£egm' þú hugleiðir, hvernigæfi lians
líður í vímu og skylduvanrækt og heimskupörum,
og hversu ófær hann er um að gegna stundlegri
köllun sinni, og óhæfilegur til að staiula í stöðu siimi,
og til hvilíkrar óhæfu og íllverka og glæpa hann
stundum, argari hverri skynlausri skepnu, geturvan-
brúkað gáfur Drottins; þegar þú skoðar hann eins-
og félagsbróður, eða einsog föður og forstöðumann
sinna, og þú um leið hugsar til þess, hvernig hann
hefði átt að vera, og getað verið, og hvernig
hann er orðinn, og þú sér hvernig hann er ekki
einúngis sveit sinni óþarfur, helður að hann líka
leiðir óreglu og ógæfu heim á heimili sitt, og
eymd og volæði yfir saklaus börn sín og konu sína,
sein opt verður vesæll arfur, og hefur hryggilegar
afleiðíngar fyrir óborna afkomendur, sem ekki verð-