Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 10
12
henni, hvort sem hann er eigandi hennar eða leigu-
nautur; þó er hér við það aðgætanda, að á torfum, þar
sem fyrirsvarsbændur eru, eða þegar leiguliði byggir
öðrum út eitthvað af leigujörðu sinni, ber án efa fyrir-
svarsbóndanum eða þeim, er eignina heflr til byggíngar
af eigandanum, að greiða aiþíngistollinn af allri eign-
inni, bæði þeim hlutanum er hann sjálfur situr á, og
eins hinum, er honum hefir verið bygður, en hann apt-
ur leigt út frá sér.
4., Af bréfi dómsmálaráðherrans til sýslumannanna
sést, að þegar leiguliði býr á jörðu, á alþíngisgjaldið
eigi að eins að fara eptir jarðarskuldunum, heldur ligg-
ur það beinlínis á Jieim, og á að vera einn hluti þeirra.
Því er það með öllu eðlilegt, að hið opinbera hafi heimt-
íng á alþíngistollinum þar af leiguliðanum, eneigilands-
drottni, því úr því alþíngistollurinn liggur á jarðarskuld-
unum, getur landsdrottinn eigi goldið hann fyrri afþeim,
en hann fær þær, en þær fær hann sem optast eigi
fyrri en eptir gjalddaga tollsins. Sé samt leiguliði bú-
inn að lúka landsdrottni allar jarðarskuldirnar, áður en
tollsins verði að lögum krafist, virðist sem hið opinbera
mætti halda sér að landsdrottni, ef það vildi, en samt
þarf það þess enganveginn, því eptir lagaboðinu getur
það haldið sér til leiguliðans, og það verður að vera
hans skaði, hafi hann eigi notað sér lögin og haldið
eptir af skuldunum, sem tollinum nam.
5., Af því að hið opinbera hefir að eins á leigu-
bólinu aðgang að leiguliðanum með alþíngistollinn, en
eigi að landeiganda, nema leiguliði sé búinn að borga
honum jarðarskuldirnar, leiðir aptur, að sé leiguliði eigi
búinn að borga jarðarafgjöldin og geti eigi heldur borg-
að alþíngisgjaldið, verður hiðopinbera að tapa því, eins