Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 107
109
í hendur honum, mannaforráð og annað. Ekki er á-
ástæða til að ætla, að Þorgrímur hafl skipt um sam-
goða, mun hann hafa verið þriðjúngsmaður Elliðagríms,
þeir voru tengdir. í*egar Þorgrímur féli, mun Flóinn
alveg hafa horflð undir yflrráð hreppamanna. Þó getur
verið og er líklegt, að Þorgiis orrabeinsfóstri hafl gjörst
þar héraðshöfðíngi er hann kom úl, en ekki heflr hann
tekið upp goðorð, mun hann hafa haliast að Þorsteini
goða sem þriðjúngsmaður — því hann mun um þess-
ar mundir hafa haft goðorð þeirra frænda. Þorsteinn
og Þorgils hafa verið vinir, sem sést af því að Bjarni
leitaði þángað kvonfángs. Þorsteinn goði hefir dáið
lillu eptir að Þorgils fór til Grænlands, en Bjarni tekið
við búi og kvongast þá. Goðorð hafa þeir Ásgrímur
átt báðir saman, en Ásgrímur verið fyrir þeim. Manna-
forráð það, er Þorgils hafði átt, heflr þá dregist til Ás-
gríms, heflr hann haft það þaðan af og ekki látið laust
þó Þorgils kæmi til, enda verður ekki séð, að hann
hafi gjört tilkall til þess. Það er vitaskuld, að Þorgils
sjálfur hefir aldrei gjörst þíngmaður Ásgríms, mun hann
hafa sagzt í þíng með Þóroddi goða, og má ætla, að
fleiri eða færri nágrannar hans hafi fylgt því ráði með
honum, en slíkt verður að skoða sem undantekníng, og
má ei að síður áiíta, að Ásgrímur hafi, yfir höfuð að
tala, haft allt mannaforráð milli Þjórsár og Hvítár (Öl-
fusár). Það er sjálfsagt, að Kaldnesíngahreppur (sem
nú heitir Sandvíkurhreppur) heflr allt af haft töluverðar
samgöngur Ölvusið, því hann liggur vestast í Flóa við
Ölvusá, og er hún þaraila jafna góð yflrferðar á ferjum
eða ísum. Þó verður ekkert á því bygt. Þórir hefir
án efa numið þar land með ráði Hásteins, og gjörst
hans undirmaður, því hafa niðjar hans ekki heldur náð