Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 23
25
11. Loptur; hann er af sumum, og þar á meðal Jóni
Espólín, talinn son Lopts Ormssonar; en eg
held þetta óvíst, eða að Loptur Ormsson hafi
átt aðra sonu en þá Pétur og Stefán. Ætt sú,
er komin er frá Lopti Guðlaugssyni, nefnist Ljá-
skógaætt.
4. gr.
3. Guðrún Sigurðardóttir hét kvinna Helga í Hrúts-
holti og móðir Steinunnar; hennar faðir
4. Sigurður Högnason á Ánastöðum sýslumaður, dó
1765; hans faðir
5. Högni Haldórsson í Straumflrði; hans faðir
6. Haldór Marteinsson á Ökrum á Mýrum, prestur, dó
1655; hans faðir
7. Marteinn Haldórsson á Álptanesi á Mýrum ; hans
faðir
8. Haldór Marteinsson sama staðar; hans faðir
9. Marteinn Einarsson biskup, dó 1576; hans faðir
10. Einar Snorrason á Staðastað, Ölduhryggjarskáld,
offlcialis, dó 1538; hans faðir
11. Snorri.
í ættartölubókum endar ætlin með séra Eiu-
ari Snorrasyni, og er þar eigi getið föður
Snorra; er það og títt, að ættir eru látnar
enda á merkum mönnum, og eigi raktar lengra
fram, eða að ætlir eru raktar niður frá þeim
en eigi upp; en það virðist valia geta verið
vafa undirorpið, að faðir séra Einars hafi verið
sá Snorri Sveinsson, er átti Ytra-Skógarnes í
tíð Haldórs ábóta Ormssonar, því séra Einar
Snorrason, er lifði þar rétt á eptir, átti þá
jörð.