Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 12
14
bréfl dómsmálaráðherrans til sýslumannanna, að leigu-
liða eigi getur borið endurgjald fyrir alþíngiskostnað-
inn, fyrri en hann borgar landsdrottni allar jarðarskuld-
irnar, eða er búinn að því.
b, Ef landsdrottinn gefur leiguliða eitthvað upp af
skuldunum, er auðsætt, að hann eigi þarf að endur-
gjalda honum þann hluta alþíngistollsins, er fellur á
þann hluta skuldanna, er upp er gefinn.
c, Ef leiguliði hefir sagt rángt til jarðarafgjald-
anna, eða það hefir orðið að meta jörðina til afgjalds,
eða og að afgjöldin hafa verið reiknuð skakkt af hrepp-
stjóra eða sýslumanni, svo alþíngistollurinn fyrir þá sök
hefir orðið meiri, en vera bar, þá getur landsdrottni eigi
borið að endurgjalda leiguliða það, er hann þannig hefir
goldið um of.
d, Ef landsdrottinn og leiguliði semja svo mill-
um sín, að landsdrottinn eigi skuli þurfa að endurgjalda
leiguliða tollinn, þá hlýtur slíkur samníngur að vera
gildur, sem aðrir löglegir samníngar.
Að vísu hafa nokkrir sagt, að það væri eigi sið-
ferðislega rétt, að landsdrottinn gjörði slíkan samníng
við leiguliða sinn, en þetta er með öllu ástæðu-
laus mótbára, er eigi hefir við neilt að styðjast;
það er ekki ljótara af landsdrottni, að setja upp við
leiguliða, að hann endurgjaldslaust skuli borga alþíng-
istollinn af ábýli sínu, en að hann endurgjaldslaust
skuli greiða jarðartíundirnar af því og aðra tolla og
skyldur, er liggja á því til hins opinbera, og því eplir
eðli sínu hvíla á eiganda; en slíkir sanmíngar eru
eigi álitnir neitt ljótir, heldur siðferðislega réttir og
með öllu gildir, og venjan er orðin svo rík í þessu
efni, að leiguliða eigi er álitið að bera nokkurt end-