Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 64
66
3. Þorleifur Gíslason, dó við Kaupmannahafn-
ar háskóla.
Gísli Magnússon var fæddur að Múnka-Þverá í Eyja-
íirði 1621; nam fyrst lærdóm hjá séra Gísla Jónssyni á
Hrafnagili, þar eptir hjá Katli Jörundssyni í Skálholti,
en 1637 var hann til læríngar í Hólaskóla og útskrifað-
ist það ár, sigldi 1638 til Kaupmannahafnar háskóla,
kom híngað út aptur 1640, og var hjá föður sínum um
veturinn, sigldi aptur 1641 til Leidens í Hollandi, og
lagði sig þar eptir ýmsum vísindum, dvaldi þar á 4. ár,
og ferðaðist þar til hinna nafnfrægustu borga þess lands,
og gjörði sér þær kunnugar; þaðan ferðaðist hann til
Englands og um þess ríkis nafnfrægustu staði, fórþað-
an til Iíaupmannahafnar og síðan til íslands, orðinn, að
vitni Jóns biskups Vídalíns, einhver hinn lærðasti og
margfróðasti af verðslegum mönnum; hann talaði latínu
þjóðversku og hollenzku, sem sitt móðurmál. Hjá for-
eldrum sínum dvaldi hann síðan á 3. ár; 1648 fékk
hann Skriðuklaustur og hálfa Múlasýslu, er hann nokkru
seinna fékk alla. Árið eptir eða 1649 gekk hann að
eiga Þrúði dóttur Þorleifs sýslumanns Magnússonar;
voru þau fyrst á Skriðuklaustri í nokkur ár, en eptir
andlát Þorleifs, er að bar 16&2, flutti Gísli að Hlíðar-
enda og tók Rángárþíng 1669 og því hélt hann til dauða
síns í 37 ár. í Múlasýslu hafði hann fyrir lögsagnara
2 seinustu árin, er hann hélt hana, 1658 og 59, mág
sinn Þorstein Þorleifsson. — 1658 misti hann konu
sína Þrúði; voru þá börn þeirra í æsku, Björn 8 vetra,
Guðríður 7 vetra, og Þorleifur nokkra vikna. 1686 flutti
Gísli sig í Skálholt frá Hlíðarenda, til tórðar biskups
dótturmanns síns, og lifði þar í 10 ár, uns hann dó
1696, á 75. aldurs ári. Hann var alment kallaður Gísli