Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 13
15
urgjald fyrir þetta, þó það sé eigiákveðið með samn-
íngum.
En fremur hafa nokkrir látið á sér heyra, að
það væri gagnstætt lögum, að slíkur samníngur væri
gildur, því lagaboðið byði með berum orðum, að lands-
drottinn skuli endurgjalda leiguliða alþingistollinn, en
þessi skilníngur er og með öllu rángur, því
1. heflr hann enga næga heimild í orðum lagaboðs-
ins; þau eru eingan veginn þannig löguð, að eingin
undantekning geti geflst frá því, bæði að leiguliði greiði
af hendi alþíngistollinn, eða að landsdrottinn endurgjaldi
hann leiguliða, heldur höfum vér að framan sýnt, að
undantekníngar verði að geta gefist frá hvorutveggju.
fess má og geta, að í danska textanum —■ er þá var
eiginlega lagaboðið — stendur eigi orðið «skal», er
sumir hafa viljað byggja svo mikið á, heldur stendur
þar: «Det i forestaaende g ommeldte Bidrag udredes
af Jordens Bruger mod Erstatning af Eieren». Að vísit
stendur nú þetta hér um bil á sama, því íslenzka út-
leggíngin er nógu nákvæm, en samt er það auðsætt,
að aðaláherzlan í greininni liggur eptir danska textan-
um á því, að leiguliðarnir skuli greiða afhendi alþíng-
istoll þann, er fellur á ábýli þeirra, en eigi landsdrottn-
arnir; að sönnu er þar um leið leiguliðanum áskilinn
endurgjaldsréttur af landsdroltni, en aðaláherzlan, sem
sagt, liggur þó eigi á þessu, heldur hinu.
2. er svo lángt frá því, að slíkur skilníngur sé lög-
um samkvæmur, að hann þvert á móti er þeim gagn-
stæður. Það er ekkert tíðara, en að iögin gefi reglur
fyrir viðskipti manna, og segi, að þetta skuli vera rétt,
er svo eða svo ástandi, án þess þó að banna mönnum
nm leið, að viðtaka um það efni aðrar reglur, ef þeir geta