Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 70
72
maður það út, af Jóni til Bessa. Marteinn hjó að
Helgustöðum í Reiðarfirði, svo á Eyðum og seinast á
Hallfreðarstöðum; hann dó á 57. aldursári 1688, en
nokkrir skrifa að Marteinn eigi hafi dáið fyrri en 1691.
Á sínum seinustu árum held eg, að hann hafi tekið
Pál son sinn fyrir umboðsmann sinn. Það er sagt um
Martein sýslumann, að hann hafi verið lærður maður
og vel viti borinn, stöðuglyndur og mikilmenni að
kröptum. Hann var með öðrum stúdentum í Kaup-
mannahöfn til varnar 1659 og 1660 er Iíarl Gustav
Svía konúngur sat um borgina, og er mælt, að hann
hafi sýnt karlmannlega vörn.
Páll Marteinsson
Foreldrar: áðurnefndur Slarteinn sýslumaður og
Eagnheiður Einarsdóttir.
Kvinna: Kristín Eiriksdóttir prests á Kirkjubæ Ó-
lafssonar prests Einarssonar. Séra Eiríkur
var 41 ár prestur á Kirkjubæ og dó 1690.
Kvinna hans var Ólöf Jónsdóttir frá Hafra-
fellstúngu Einarssonar, Nikulássonar, Þor-
steinssonar, Fimbogasonar lögmanns.
Börn: 1. Séra Haldór á Breiðabólstað, dó 1749, átti
Sigríði dóttur Isleifs sýslumanns Einarsson-
ar torsteinssonar1. í’eirra börn :
a, ísleifur ráðsmaður í Skálholti átti Helgu2
Haldórsdóttur.
1) Sjá SkaptafellssýslQ.
2) Helga var systir Rásu mó6ur Gísla prests í Norvegi launsonar
Jc5us sýslnmanns Jakobssonar.