Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 97
99
verið þar héraðshöfðíngi, eptir því sem hann kemur
fram í Njálu. Þegar Hjalti kom því til leiðar að Gunn-
ar tók sættum við þá Starkað, eptir víg Hjartar (Njálss.
LIV k.), þá tók hann svo til orða: »Ekki hefi ek enn
hlutast til málaferla yðvarra« — eins og honum hefði
þó staðið það til, en höfðíngjar voru þó ekki vanir að
»hlutast til« mála með óviðkomandi mönnum óbeðnir
ef þíngfrið var ekki raskað. Það voru ekki Mosfellíng-
ar, sem máli áttu að skipta við Gunnar í það sinn —
enda er líkara að hann hafi ekki gipzt Vilborgu fyr en
eptir þetta — því gat ekki legið í orðum hans: að lík-
legt mætti þykja hann veitti tengdamönnum sínum. En
eðlilegt mátti þykja að bann, sem héraðshöfðíngi, »hlut-
aðist til« mála með innanhéraðsmönnum þó þeir væri
ekki þíngmenn hans sjálfs, það gat honum staðið til,
óbeinlínis. Hitt er þó sterkari sönnun, að eptir brenn-
una þótti Kára það ekki nóg, þó Mörður »safnaði liði«,
það hefði þó verið ærið, ef Mörður hefði átt alit manna-
forráð út að Þjórsá. En Kári »reið í Þjórsárdal,
til móts við Hjalta» (Njálss. CXXXII kap.), hann
«safnaði liði og kveður upp almenníng», því hef-
ir hann haft vald yfir almenníngi. Nú er óhugs-
endi — þó Hjalti hefði átt svo og svo mikið ríki í Ár-
nessþíngi — að hann hafi þá riðið út um hreppa, því
síður lengra, til að safna liði, er svo fljótt þurfti á að
halda. Og það því síður sem Krossvað á Þjórsá var
við Þjórsárdal sjálfan. Og þó Hjalti hafi kvatt þá ná-
granna sína, Þjórsdæli, til ferðar með sér, þá var það
ekki «almenníngur». Hann hefir því hlotið að «kveðja
upp almenníng» fyrir austan Þjórsá um leið og hann
reið austur um. Það virðist annars vera vera lík hugs-
un, sem kemur fram í því: «að safna liði og ríða eptir
r