Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 99
101
honum, enda mundi hann hafa gjört það, efhannhefði
ekki vitað, að ef Hjalti þurfti nokkurs við, gat hann
óðara haft nógan liðsabla, er þíngmenn hans voru rétt
við hliðina á honum.
Uin bústað Hjalta ber monnum ekki saman, í sög-
um er hann ekki nefndur öðruvísi, en að Hjalti hafl búið
«í 1‘jórsárdal». Munnmæli segja á Skeljastöðum (Skelj-
úngsstöðum?) og mun það sattvera, því þar hefir kirkja
verið og sjást töluverð mannabein uppblásin. Gæti verið
að föðurmóðir Hjalta hafi átt það land. Aptur segir
Jón prestur Egilsson, að Hjalti hafi búið á Núpi, en
Núpur er ekki í Þjórsárdal. Þó getur verið að Hjalti
hafl átt þar annað bú. Mætti ætla að Steinmóður Kon-
álsson hafi búið undir Núpi, Haldóra síðan erft Núps-
land, og það svo fylgt ættinni. Þess hefir raunar verið
getið til, að Steinmóður hafi búið á Hofi, og víst má
telja að einhver þeirra frænda haíi búið þar og varð-
veilt hoflð, eri til þess voru nógir aðrir t. a. m. synir
Ófeigs grettis, enda eru þetta allt lausar tilgátur. (En
víst er það, að bæði Hof og Núpur hafa byggst snemma.
í*að sýna þær miklu og fornlegu girðíngar á báðum
þeim stöðum, einkum eru þær stórgerðar kríngum Minna-
Hof og Minna Núp, enda segja munnmæli að þar hafi
bæirnir fyrst verið bygðir, enda stendur Minni-Núpur
rétt undir núpinum og hjá Minna-Hofi virðist hofið
hafa staðið. Skyldi ekki Hof og Núpur hafa verið ann-
ar og þriðji vetursetustaður Þorbjarnar laxakarls?)
Nú var tekið upp nýtt goðorð í Rángárþíngi. Hin-
um nýu goðerðum var ekki markað svið í fyrstu, því
það var ómögulegt. Hinn nýi goði varð að fá sér þíng-
menn, hvar sem bezt gekk. En það flýtur næstum af
sjálfu sér, að bráðum hafi það orðið ofan á, að ná-