Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 4
6
lausum kúgildum, er landsdrottinn œtti hjá leiguliða, en
eingan af þeim, er aðrir kunna að eiga hjá honum, og
því ósanngjarnara væri þetta, sem það er lángtum eðli-
legra, að landsetinn fremur taki leigupeníng, ef hann
annars vill nokkurn taka, af honum en öðrum.
e, Af festu virðist alþíngisgjald eigi verða tekið;
hvorki talar bréf dómsmálastjórnarherrans um hana, og
svo er hún eigi heldur gjald, er leiguliði geldur lands-
drottni fyrir afnot þau, er hann hefiraf jörðunni, held-
ur má skoða hana sem kaupverð, er maður geldur
landsdrottni, til að geta feingið sér leigða jörðina með
ákveðnum réttindum; og ef festan eigi er goldin áður,
en maður kemur til jarðarinnar, verður hún eigi skoð-
uð öðruvísi, en sem hver önnur skuld, og heíir engan-
veginn sama rétt og landskuld.
f, Erfðafesta er hérálandi með öllu óvanaleg; þeg-
ar hún er samfara eignarrétti, virðist ekki alþingisgjald
geta lagst á gjald það, er árlega og eins venjulega við
eigandaskipti gánga af jörðunni til seljandans eða eptir-
manna hans, því hvorki hann né þeir eru eigendur
jarðarinnar leingur, og gjaldið getur því eigi skoðast,
sem gjald er gángi af jörðunni til landsdrottim, held-
ur er það lángtum likara vöxtum af skuld, er jörð stend-
ur í veði fyrir. Yæri þó gjald þetta lagt til annarar
jarðar, ætti að skoða það sem önnur hlunnindi hennar,
og ætti það því að rífka alþíngistoll þann, er af þeirri
jörðu geingur. En sé erfðafestan regluleg, þannig: að
erfðafestumaðurinn eigi fái nema ábúðarrétt á jörðunni
fyrir sig og afkomendur sína, þá verður að vera rétt
að reikna alþíngisgjald af árgjaldinu, er til landsdrott-
ins geingur, sem af hverri annari landskuld.
g, tó jörð sé bygð leiguliða til meir enn venju-