Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 118
120
grundvallar fyrir prentuninni, og nefnd eru, og hinni
sömu stafsetníngu fylgt hér og þar er. Að vísu eru
skjöl þessi og máldagar eigi allstaðar auðskilin, og virð-
ast setníngarnar sumstaðar nokkuð ruglíngslegar, líka
sýnast sum orð þar nokkuð óviðkunnanleg, og eins
stafsetníngin á nokkrum stöðum; þannig mætti margur
halda, að orðin: »spaltari« og »dale« er koma fyrir í
þessu bindi væri prentvillur, en þetta er eigi svo, held-
ur eru bæði þessi orð svona skrifuð í báðum eptirril-
unum af kirknamáldögunum, bæði A og B, og hafaþau
því án alls efa verið rituð þannig í frumritinu sjálfu.
En eg hefi eigi álilið mér skylt, að breyta nokkur stað-
ar stafsetníngunni, né geta þess, hvar mér þætti tor-
skilið, eður hver skilníngur þess mér íinndist réttastur.
Loksins bið eg alla þá, er eigi hafa enn sent mér
borgunina fyrir fyrra hindið, að senda mér hana sem
fyrst, eða þá bækurnar aptur, efþeir hafa þær óseldar;
fyrri en eg fæ og nokkuð talsvert af borguninni fyrir
þetta annað bindi, get eg eigi heldur látið 3. bindið út
koma.
Reykjavík, í aprílmánuíii 1870.
Jón Petursson.
KOSTAR í KÁPU 46 SK.