Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 67
69
Barðaströnd, Magnússonar sýslumanns í Ögri, var þá
frumvaxta, og hafði eptir dauða föður síns, er drukn-
aði i héraðsvötnunum, eignast Sigríði stórráðu, er þá
var ekkja og verið hafði seinni kona Benidikts Pálsson-
ar, er haldið hafði Möðruvalla klaustur, og fékk hann
af Tómasi Nikulássyni, umboðsmanni höfuðsmannsins,
Möðruvallaklaustur 1665 fyrir 500 spesíudala festu; en
um þær mundir dó téður Tómas í skipreika, og líklega
vissi höfuðsmaðurinn ekki af þessari veitingu umboðs-
manns síns. — Jóni Eggertssyni þótti nú mikið fyrir
að standa upp fyrir Jóni Þorlákssyni, og risu af þessu
miklar deilur; náði þó Jón Þorláksson klaustrinu 1669,
en varð fyrir róstum af Jóni Eggertssyni (sjá hér um
meira í Árbókum Espólíns og æfl Þorsteins Þorleifsson-
ar í Skagafjarðarsýslu). — Fyrir tiistilii Gísla biskups
Þorlákssonar, skipti Jón Þorláksson lénum við mág sinn
þorstein Þorleifsson, eins og áður er á vikið, en Þor-
steinn áskildi sér af Múlasýslu 4 nyrðstu þingstaði sýsl-
unnar, Skeggjastaða-, Ásbrandsstaða-, Brúar- og Áss-
þinghár; flutti þá Jón Þorláksson sig árið 1670 austur
og tók Múlasýslu og Skriðuklaustur, en Þorsteinn flutti
sig að Möðruvallaklaustri. í þeim flutningi, er Þorsteinn
var kominn vestur yfir Jökulsá, kom hinn nafnkendi
brúarbilur, er braut brúna af ánni, og gjörði þar að auki
margan skaða. Var það eignað fjölkíngi Sigríðar stór-
ráðu, því hún hefði ællað að tovtýna Þorsteini. — 1669
átti Jón Þorláksson barn í lausaleik, er hann meðgekk,
en við öðru barni, er honum var kent, vildi hann eigi
gangast. Hann kvæntist og um þessar mundir. Hann
hélt Múlasýslu, utan fjórar nyrðstu þinghárnar til 1685,
þá slepti hann eptir samkomulagi, sjö þinghám sýsl-
unnar við Bessa Guðmundsson, er hann hafði tekið sér