Tímarit - 01.01.1870, Qupperneq 101
103
reysti hof að Mosfelli, það var eitt höfuðhof í Árness-
þíngi. Afkoraendur Ketilbjarnar höfðu goðorð og manna-
forráð um Grímsnes og Túngur, hver fram af öðrum.
Teitur rnun hafa tekið við goðorði eptir föður sinn, hvort
sem hann var son Iíetilbjarnar eða sonarson hans, Giss-
urarson, sem líhlegra er. Eptir Teit hefir Geir goði
haft það, meðan Gissur hvíti var í æsku, þar eptir báðir
þeir í sam'einíngu til þess er Geir andaðist, en síðan
Gissur einn.
Sagt er að í Úthlíð, þar sem Geir goði bjó, sé
sýnd hoftópt, og bendir það til þess, að hann hafi haft
goðorð út af fyrir sig að meira eða minna leyti. Getur
verið að hann hafi fengið sinn hluta úr mannaforráði
ættarinnar, afskiptan. En í því tilliti sem hér er helzt
um að gjöra, kemur það fyrir sama, því hvernig sem
því hefir verið háttað, hafa þeir Gissur og Geir í raun-
inni verið samgoðar. Þó má gjöra hér þann athuga:
að jafnvel þó það væri bæði löglegt og venjulegt, að eitt
hofværi í goðorði hverju, hvort sem það var lögfult eða
ekki, þá gátu þau ef til vill verið fleiri. Það var altítt
að fleiri áttu goðorð saman, en ekki bjó vanaleganema
einn áþví landi sem hofið stóð. Þegar nú sameigend-
ur goðorðsins voru miklir trúmenn í fornum sið, og
þaraðauk stórmenni, þá má næstum telja víst að þeir
hafi haft nokkurskonar heimahof á bæ sínum, á líkan
hátt og menn höfðu kirkjur á bæum sínum eptir að
kristni var komin. Skyldi nú ekki hof þau sem stað-
ið hafa í Úthlíð og Gröf (sjá bls. 42 hér á eptir) vera
þannig undir komin, eða »Goðavölluni í túninu á Sand-
læk í Gnúpverjahreppi, í honum er tópt mikil? Þess er
vert að geta að Laxárholt er í Sandlækjar landeign.
Búð Gissurar hvíta eða Mosfellíngabúð er sýnd á