Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 110
112
verður ekki séð. Fyrir nokkrum árum hefir verið tekið
grjót úr honum, er fjárrétt var hlaðin þar við hólinn,
enda mun hann hafa verið hálfhruninn áður. Hofið að
Hofi virðist hafa staðið fyrir neðan tún á Minna-Hofi.
Þar er ferhyrnd gyrðíng, á stærð við lítinn kirkjugarð.
Völlurinn innan í henni er búnguvaxinn, eins og þar
hafi verið útsléttuð einhver byggíng. Er ekki ólíklegt
að hofið hafi verið sléttað út þegar kristni var kominn,
því það er kunnugt að menn gjörðu sér far um að eyða
öllum menjum heiðnimar. Á seinni tímum hafa þrír
litlir kofar verið bygðir í girðíngunni, líklega lambhús,
og sjást þar tóptir þeirra, miklu nýlegri en girðíngin.
Hún snýr frá suðaustri til norðvesturs, og er litlu minni
að breidd enn lengd. Heiman frá garði á Minna-Hofi
liggur forngarður ofan að Þjórsá og myndar hann suð-
auslur hliðvegg girðíngarinnar. Mörg önnur fornvirki
eru kríngum Minna-Hof.
V i ð a u k i.
Milli Rángárþíngs og Árnessþíngs hafa frá því fyrsla
verið miklar samgöngur yfir þjórsá. Þegar á landnáms-
tið hafa menn tekið ferjur upp og fundið vöð. í Land-
námu 5. P. er getið um Sandhólaferju og má nærri
geta að þá þegar hefir víðar verið flutt. Enda segja
munnmæli að fornmenn hafi rekið hross yfir á Hross-
hyl, til að vita hvort þar væri fært, sett þar síðan ferju-
stað. Fyrir ofan Minna-Núp heita »Ferjuhólar» við
ána, má flytja þar yfir, ef hún er lítil, og virðist hafa
verið tíðkað einhvern tíma, það er af örnefninu að ráða.