Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 31

Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 31
31 nokkur, en þó var meira kennt um vanþrifum fyrir sakir hafíss en megurð. (Framh. síðar). SÆTTIN. (Þýtt eptir Carl Andersen). fað var fagurt að horfa yfir bústað Ingimundar gamla, er hann hafði tekið sjer undir hárri fjallshlíð, er öll var grasi gróin, þá er menn komu á heiðarbrún- ina fyrir ofan bæinn; það var yndi að koma heim til hans eptir langt ferðavolk upp á heiðum, þar sem menn liitta enga aðra lifandi skepnu en hina vængjabreiðu e r n i og hina hvasseygu f á 1 k a og hinar hálslöngu og raddfögru álptir, og rjúpuna, sem bælir sig við hinn minnsta skarkala. Þar sem allt er svo þögult og hljótt, og ekkert heyrist utan niðurinn af einstaka smáfossi, sern steypist niður í eitthvert hamragilið og glamrið í skeifunum, er þærslást við blágrýtið í götun- um. Þegar menn komu á hciðarbrúnina fyrir ofan bæ- inn, þá blöstu við skrúðgrænar engjar á móti manni, er láu niður að ánni, sem rann spegiltær og lygn í mörgum krókum niður dalinn og allt til sjávar, og greindi hún land Ingimundar gamla frá landi nábúa hans, er bjó beint á móti, og er mönnum varð litið fram í dalsbotn- inn, þá gnæiðu þar ginnhvítir jöklar við himin. Ingimundur garnli var vel við álnir eptir þvf sem gjörist á íslandi. Hann átti sauðpening mikinn, margar kýr og marga áburðarhesta, og á hverjum vetri hafði hann fjóra gæðinga á járnum, er hann kappól. Fiski- veiði var þar góð úti á firðinum og stutt til sjávar, og

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.