Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 28

Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 28
28 nes. Dó þá 40 manns úr harðrjetti á Langanes- „ströndum, Vopnalirði og í utanverðu Fljótsdals- hjeraði; 40 bæir lögðust f auðn, og heil kirkju- t sókn eyddist í Vopnafirði. 1752 var vetur harður frá þorralokum og fjarska mikil frost, svo um sumar fundust frostsprungur í Gras- dölum suður 40 faðma langar eða meir. Harðast var þá á Vesturlandi og í Múlasýslu hinni nyrðri, og fjell þá víða margt af hrossum. 1753. Vetur þessi var hinn þriðji í harðindum, en þó eigi svo harður sem affaraslæmur, því sumarið á undan hafði verið kalt og vætusamt. Bjargar- skorturinn hjelzt við, því líka var aflalítið. 1754 var vetur hinn harðasti hvervetna á Norðurlandi og kölluðu margir hann „Hreggvið*. Gengu þá hríðar miklar og harðar, svo að 18 vikna skorpa var á Skaga; varð þá hinn mesti fellir um allt land, en þó helzt fyrir norðan, þvíþar erþásagt að fallið hafi 4000 hestar og 50000 fjár, og sumir bændur hafi eigi átt um vorið nema 30 kindur, er 500 höfðu sett á um haustið ; þess er líka getið, að menn á þeim tímum hafi verið mjög djarfir að reiða sig á útigang, og því haíi íellirinn orðið meiri en hvað harðindin voru mikil. Hafís lá lengi frain eptir og grasvöxtur var lítill. 1755, hinn 5 vetur harðinda, var eigi slæmur til ein- mánaðar, en þá harðnaði mjög og gjörði hríðar miklar. Vorkuldar voru hinir mestu og haíísþök fyrir öllu Norðurlandi, svo sum skip komust þar eigi inn á hafnir, og ekki rak ísinn frá landi fyrr en 3. septemb. Flosnuðu þá rnargir upp og

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.