Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 2
2
steinninn fellur til jarðar, gjörir og hitt, að tunglið held-
ur braut sinni kring um jörðina, og að jörðin og ailar
pláneturnar halda brautum sínum kring um sólina. En
þekking vor í þessu efni nær langt út yfir takmörk sól-
kerfis vors; þvf að vjer getum sjeð hversu hinar fjar-
lægustu stjörnur fylgja hinu sama lögmáli.
En eins og kraptarnir eru hinir sömu hvervetna í
alheiminura, eins hljóta þeir og að vera sömu lögum
háðir hvervetna; hið sama innbyrðis samband, er vjer
bentum á (f 1. hepti Ganglera) að ætti sjer stað milli
þeirra hjer á jörðunni, það hlýtur og að eiga sjer stað
milli þeirra alstaðar. Mörgum mun kunnug kcnning sú
um uppruna sólkerfanna, sem Laplace fyrst skýrði fyrir
mönnum. Jónas Ilallgrímsson hefir sagt frá henni í rit-
gjörð sinni: „Um eðli og uppruna jarðarinnar“, sem
prentuð er í 1. ári Fjölnis, og munum vjer því að eins
fara stuttlega yfir hana hjcr. Eptir þessari kenningu
var allt það efni, sem nú er í hnöttum sólkerfis vors,
npprunalega í einum þokuhnetti, og var hann miklu
meiri að þvermáli, en allt það rúm er sólkerfið nú fyll-
ir; hann var því fjarskalega laus f sjer og Ijettur, svo
að menn hafa reiknað, að margar milljónir teningsmílna
af þessu cfni hafi ekki vegið nema 1 „gran“. Fyrir sam-
dráttaraflið milli hinna einstöku smáparta þessa þoku-
hnattar þjettist hann smámsaman, en við það hlaut
eptir lögmáli hreifingaraflsins snúningur sá, sem upphaf-
lega var á þcssum mikla hnetti, að veiða með meiri
hraða. Mestur varð snúningshraðinn um miðbik hnatt-
arins, og því mest miðflóttaaflið þar; hnötturinn gekk
því meir og meir saman við möndulendana, því að þar
var kastið ekkert á hnettinum, en tútnaði út um miðj-