Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 8

Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 8
8 leik, heldur aö eins með hjálp sólarljóssins. Sdl- arljósið er samansett ór ýinislega litum geislum, eins og vjer sjáum í regnboganum, og sem vjer því köllum regn- bogaliti. í annari rönd regnbogans eru rauðir geislar, um miðbikið gulir, og í hinni röndinni fjólubláir. Eauðu geislarnir eru heitastir, gulu geislarnir færa mesta birtu, en fjólubláu geislarnir Iiafa mest áhrif á alla efnablönd- un; það eru þeir, sem gjöra grösin þess um megnug að greina efnin sundur og velja þau efni sem þeim eru hentug til næringar, sem veita grösunum mcltingarkrapt, ef svo mætti að orði kveða. Sjeu þessir geislar teknir úr sólarljósinu, þá getur engin jurt þrifist, heldur veslast hón upp, eins og hún væri í myrkri, Sólin er því uppspretta alls hita, allrar birtu og alls lífs, sem hreifir sjer á jörðinni. Ef sólin missti skin sitt, el hón hætti að senda ii og birtu til jarðar- innar, þá mundi ór því enginn vindur blása, engin dögg falla; uppsprettur og ár þorna, grösln deyja, en dýrin og maðurinn með grösunum. Þá mundi að eins ein lireifing eiga sjer stað á yfirborði jarðaiinnar, nl. flóð og fjara — þangað til hafið væri botnfrosið. Menn hafa reiknað, að á hverri klukkustund streymdi jafn mikill hiti ót frá sólunni, eins og ef brennt væri koialagi, sem tæki yiir allt yfirborð sólarinnar og væri 10 fet á þykkt, og yrði það hálfrar fjórðu mílu þykkt lag á ári. Menn hafa því spurt: hvernig myndast þessi ógurlegi hiti í sólinni? og hlýtur hann ekki að eyðast með tímanum? Stjörnufræðingarnir hafa vegið sólina, og segja þeir að hón að tiltölu sje ljettari en jarðstjörnurnar, eða að efnið sje lausara í sjer, og kemur það til af hitanum í

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.