Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 33
33
jeg hef þráð aö finna þig“. „Jeg veit lfka af öðrum,
sem hefir þráð þig Einar“, sagði Steinunn í hálfum hljóð-
um, og lagði um leið hinar fögru hendur sínar um háls
honum.
Einar var sonur nágranna Ingimundar gamla, er
almennt yar kallaður Ólafur g I a ð i, af því hann var
síglaður, en var þó fátækur og átti við erfið kjör að
búa; hann bjó á einni af konungsjörðunum, sem þó var
með þeim lökustu, en þó að hann væri snauður af tím-
anleguin efnum, þá hafði þó Guð blessað hann á ann-
ann hátt. Hann var heilsugóður, og átti góða konu, og
við henni einn son sem bæði hjónin sögðu að væri gulli
betri.
Öllum var vel til ólafs, sem hann þekktu, nema
Ingimundi; þeir máttu aldrei sjá hvor annan, ef vel átti
að fara, og þegar Steinunni kom það til hugar, þá fór
um hana kaldur hrollur, eins og hún hefði sjcð ein-
hverja ósjón; hún minntist þá ætíð atburðar nokkurs,
er hafði borið við fyrir æði mörgum árurn.
Svo bar einusinni við í kauptíð, að hún hafði feng-
ið leyfi hjá föður sínum til að ríða í kaupstaðinn með
honum í fyrsta sinni. Ilún reið á E a u ð sínuin, er fað-
ir hennar hafði gefið henni; já, þá var nú gaman á ferð-
um I Aldrei hafði hún haft hugmynd um allt það sein
hún sá á þessari ferð. Á leiðinni mættu þau fjölda
mörgum lestamönnum, og mörgum smámeyjum, er allar
voru prúðbúnar og komu úr kaupstaðnum.
Og svo var nú ekki miunst varið í kaupstaðinn
sjálfan; þar voru þrjú timburhús, fyrir utan öll vöru-
geymsluhús, þar sem ull og tólg og fl. var geymt; og
svo sætabrauðið, silkiklútarnir, og barnagullin í búðinni
Gangleri IU. hepti. 3