Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 12

Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 12
12 Eins og prestatalið á Bcrgstöðam verður eptir þcssu hvorki sem rjettast nje fullkomnast í „Prt.“, svo má ætla að víðar sje á þeim tímum, en jafnframt gefa skjölin í „Tr.“, er að því lúta, oss gúðar vonir um, að margt fleira muni meiga lagfæra og fylla, ef alúð er lögð við, að komast fyrir sannleikann. I handiiti því af prestatali, sem áður var getið, eru í prestaröðinni taldir ýmsir prestar, sem eigi er getið í „Prt.“. Munu sumir þeirra vera kapellánar, og sumir með öllu rangtaldir, og því með ásettu ráöi sleppt í nPrt.“, en eitthvað kann þó rjett í að vera. Yil jeg hjer telja þá, ef það kynni að geta orðið einhverjum til athuga eða leiðbeiningar, er þetta mál rannsaka, og svo má og sjá af því, hversu prestatal hefir mjög verið á reiki. Eru þeir þessir: Melstaður: Sveinbjörn, 84 ára, 1460—1490. Tjörn á Vatnsnesi: Jón, var hjer 1588. Breiðabólstaður í Vesturhópi: Einar Benidiktsson (fyrir 1543, einnig á Grenjaðarstað). Þingeyrar: Jón Þórðarson, 1642. Ilöskuldsstaðir: Styrkár Ilallsson (fyrir 1566; síðar á Vesturhópshólum). Hvammur í Laxárdal: Björn Þorvaldsson (um miðja 17 öld;, missti embætti fyrir barneign, fjekk eigi uppreisn. Glaumbær: Skúli Illhugason (síðar á Möðruvallakl.), 1726. Viðvík: Arngrímur Gizurarson (áður á ílofi á Skagaströnd), 1663. Jón Pálsson (einnig á Hólum), ísl. árb. 6. D. bls. 126. Ólafur Ólafsson, Isl. árb. 7. D. bls. 47.

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.