Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 38

Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 38
38 leit til hans, hann gat ekki staðizt þetta blfða augna- ráð; hann gekk heim og ínn í bœinn, inn í bæ hins versta ijandmanns síns! Þau gengu inn göngin, þar til þau komu að baðstofudyrunum, þá kréisti Ingiinnndur gamli svo fast hendina á dóttur sinni, að henni lá við að hljóða. Hón titraði og hjarta hennar barðist, hana grunaði að nú væri tfminn kominn, sá tfmi er sálarró- semi fjögra manna væri komin nndir. Hún hjelt niðri f sjer andanum er hún lauk upp hurðinni. Það var háif- myrkt í baðstofunni, svo eigi var hægt að greina vel hlutina í sundur, fyrst er menn komu inn. En fögur og blíð kvennmannsrödd vakti fyrst athygli þeirra er inn komu. Kona las fyrir Ólaf f ritningunni, hún, hans hjart- kæra eigin kona! Ingimundur var rjett að segja hnfg- inn niður, er hann heyrði röddu hennar, hennar, þeirrar einu konu er hann hafði elskað; hún sem ætfð hafði sveimað fyrir hugskotsjónum hans, hún sat nú hjer og var kona óvinar hans; en hún leiðbeindi honum þó jafn- íramt frá villu hans vegar, því þegar hann kom inn, þá hljómuðu þcssi orð úr fyrsta brjefi Jóhannesar, fyrir eyrum hans: ,Hver sem hatar bróður sinn, er mann- drápari, en þjer vitið að enginn manndrápari fær eilíft líf“. Hann hnje niður hjá rúmstokknnm. ,Guð blessi þig Ingimunndur sagði sjúklingurinn“. „Amen“ sagði kona hans. En Einar og Steinunn hjeldust í hendur og grjetu iegins tárum. Marfátlan var kominn aptur, og leiði Ólafs g 1 a ð a

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.