Gangleri - 01.08.1870, Blaðsíða 3
3
una, þangað til að miðflóttaaflið þar varð yllrsterkara
miðsóknaraflinu, þá ldaut þar að losna hringur utan af
frumhnettinum, sem allt af hjelt áfram að þjettast. En
hinir einstöku partar þessa þokuhrings drógust og sam-
an innbyrðis, og við það hlaut hringurinn að slitna og
dragast saman í hnött, sem liafði tvöfalda hreifingu, sem
sje um möndul sinn, og í kring um hinn stærri hnött-
inn.
fetta gekk nó koll af kolli, og þannig hafa allar
jarðstjörnur í sólkerfi voru smátt og smátt losnað utan
af sólinni. Sumar jarðstjörnurnar hafa aptur myndað
hringa og þeir hringar orðið að hnöttum, og þannig eru
tunglin undir komin; en á einum stað hefir efnið í hringn-
nm, þegar hann Iosnaði, verið orðið svo þjeít, að hring-
urinn ekki gat slitnað og orðiö að hnetti, eins og sjá
má við Satórnus.
Með því að nó allt það e f n i, sem nó er í sól og
jarðstjörnum, einu sinni var sameinað í einum þoku-
hnetti, þá hljóta og hinir sömu kraptar að hafa fylgt
efninu þá í einhverri mynd, sem enn fylgja því. Hinn
upprunalegi kraptur var aðdráttaraflið, hið sama, er enn
kemur fram hjer á jörðinni sem þyngd, og sem í him-
ingeimnum æ og ávallt leytast við að nálægja hnettina
Iivcrja öðrum.
Hvort fleiri öfl enn aðdráttaraflið upprunalega hafi
verið til, er óvíst, enda má það cinu gilda; því að
hversu sem því er varið, þá hefir aðdráttaraflið eitt sam-
an þá jafngilt miklu meira vinnumagni, enn nó er að
finna í öllu sólkerfinu. Menn hafa talið svo til, að allt
það aðdráttarafl, er nó er til í sólkerfinu, sje að eins
jI-j. af því, er upphaflegi þokuhnötturinn hafði. Hugsi
Gangleri III. hepti. 1