Gefn - 01.01.1872, Side 5

Gefn - 01.01.1872, Side 5
7 finnist þetta óþarfa lærdómur, því það sé ekkert »praktiskt« gagn að því í lífinu og þar fram eptir götunum. En hér er undir því komið, hvernig menn líta á lífið. Ef menn ekki skoða það öðruvísi en svo, að menn einúngis eigi að eta og drekka, þá er það satt, að slíkur lærdómur er gagns- laus; en menn hafa fleiri nauðsynjar en einúngis mat og drykk: menn þurfa andlega fæðu, og hún fæst ekki nema með lærdómi. Eitgjörð vor, sú er hér ræðir um, snertir beinlínis uppruna Íslendínga, með því hún fæst við það sem menn þekkja allrafyrst til ástands og lífernis manna áNorð- urlöndurn; þegar þessar Finnaþjóðir hætta, þá taka enir arisku þjóðflokkar við. sem nefnast Svíar, Danir og Norð- inenn; en Íslendíngar eru ekki komnir af Norðmönnum ein- gaungu, þó sí og æ sé verið að stagast á því; enar norrænu þjóðir dreifðust líka yfir á Bretiandseyjar og þar voru menn þó ekki kallaðir »Norðmenn« í þeim skilníngi að þeir væri »Noregsmenn«, lieldur einúngis sem »norrænir menn« eða »norðurlandamenn«; og það er öllum Íslendíngum kunnugt af Landnámu, Laxdælu og fleirum sögum, hversu margir landnámsmenn komu »vestan um haf« með hvski sitt, jafn- vel með hernumið konúngborið fólk, sem myndaði stofn landsbúa. Allt slíkt má lesa í sögunum og í bók Guð- brandar; en þarámóti lángaði oss til hius, að rýna eptir enum fyrstu viðskiptutn forfeðra vorra við fornþjóðir þær, sem bygðu Norðurlönd á undan þeim og sem ýmist urðu farflótta fyrir þeim eða blönduðust saman við þá. J>essi viðskipti eru færð í margar sögur og kvæði, og koma fram í mörgum furðulegum og óljósunt myndum, en sem þó má skilja og skýra margar hverjar með samanburði við aðra hluti, jafnvel þó mjög margt hljóti að verða frágángssök. þessi fræði hefir híngað til verið út undan hjá oss. þó Rúdbeck og þormóður Torfason hafi báðirritað í þá átt,og fleiri eptirþeim,þósúskoðan hafi aldrei getað komist upp fyrir málfræðíngunum, sem hafa veriö allir í tómri »gotnesku«. J>ær sögur, sem snerta þetta efni, eru annað hvort ekþi þýddar á önnur mál, eða þá þeim hefir

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.