Gefn - 01.01.1872, Side 12
14
*
f'meðal annars hjá Schafarik 1, 133 og í Brockhaus’ Con-
versationslexicon): að »bókvísi Norðurlanda« hafi flúið frá
Noregi til Islands og geymst þar. En sögur og kvæði eru
engin »bókvísi« (Literatur) fyrr en búið er að rita bæk-
urnar; og ef menn eiga að láta hverja bók heyra landinu
til sem hún er um eða segir frá, þá yrði Orkneyínga saga
»orkneysk Literatur«, Heimskríngla náttúrlega norsk, Jóms-
víkinga og Knytlíngasaga dönsk, Bretasögur enskar, Tróju-
mannasaga grisk, Bómverjasögur ítalskar; Gylfaginníng mundi
eignast samastað annað hvort á Gimli og Náströndum eða
í himnaríki og helvíti, og Gaunguhrólfssaga muudi eiga
heima út um alla Evrópu. Bosselet er raunar mjög lærður
maður, en fullur af hindurvitnum og hleypidómum hvað Is-
land snertir, eins og flestir aðrir. Hann segir svo: »Bók-
vísi Islendínga eptir þenna tíma (o: fornöldina) kemst í engan
samjöfnuð við ena eldri bókvísi, og hverfur með öllu fyrir
henni. Menn verða að drepa sem lauslegast á þessa ýngri
rithöfunda, af því þeir eru bundnir við eyna sjálfa, og hin
önnur Norðurlönd hafa ekki einusinni virt þá viðlits« . . .
, og seinna: »J>egar landið misti sjálfsforræði sitt, þá hvarf
öll bókví3i þess og allt þess vísindalega líf« (sem vel að
merkja aldrei var til á þann hátt sem hann ímyndar sér)
. . . og enn: »hinnýngri skáldskapur Íslendínga er »náttúr-
lega« gjörsamlega orðinn útlendur að öllum blæ og anda,
eins og líka Íslendíngar yfir höfuð, eptir að vísiiidalegur
andi vaknaði hjá þeim aptur eptir siðabótina« (þarna sækir
hann nú í sig veðrið aptur), »einkanlega hafa gefið sig við
fornritum sjálfra sín, en lítið samiö af nýjum hlutum«; slíkt
og annað látum vér alltaf við gángast og tökum þegjandi
á móti þessum lygum og kjaptshöggum eins og guðs píslar-
vottar, jafnt því sem Páll Biant segir í bók sinni um kross-
ferðir Norðurlandamanna: að málið á sögunum sé »dautt
mál« (»langue éteinte«): þessu hefir verið snúið hér á dönsku
án nokkurrar leiðréttingar, því »berr erhverr að baki, nema
bróður eigi«, en þar var enginn; jafnt því sem Beauvais