Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 14

Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 14
16 ekki staðið óraskað. J>annig eru Islendíngar, fráskildir synir ens norræna móðurlands, svo sem öndvegishöldar ens forna norræna þjóðernis, svo sem enir djúphuguðustu svnir norður- heims, svo sem hin fjórða ög ýngsta þjóð á norðurlöndum, en hafin til tignar frumfeðranna fyrir krapt trygðar og fast- heldni við fomaldarinnar sameiginlegt ágæti.« J>etta voru fögur orð og ættu skilið »lofköst ]>ann er lengi stendr óbrot- gjarn í bragar túni.« Sá annar er Worsaae, sem segir (1846): »j>að hefir verið sagt, að söguvísindi Noregs, Svíþjóðar og Danmarkar hljóti að eiga ser einhvern sameiginlegan miðpúnkt; en þeg- ar ræða er um hið andlega samband Norðurlanda án tillits til stjórnlegra hlutfalla, þá á ekkert land að setjast hjá; og einkum þegar fornöldin á í hlut, þá eigum vér eigi að glevma því, að það er Island, sem hefir varðveitt fjársjóðu heiðin- dómsins, sem hefir varðveitt hið foma norræna mál, sem enn í dag túlkar fornöldina með lifandi túngu; og vér getum heldur ekki neitað því, að Island á sér sitt sérstaklegt þjóð- erni, sem hvorki getur heitið noirænt, þótt Islendíugar fyrir laungu hafi mest megnis komið frá Noregi, og enn síður danskt, þótt Island hafi um nokkrar aldir verið sameinað Danmörku. [>vert á móti hlýtur Island að vera fremst í broddi svo sem það land, sem hefir gert mest af öllum til þess að skilja fornöldina.« Síðan talar hann um »íslendska, danska, norska og sænska söguvísi.« Sá þriðji er Thorsen, lærisveinn Easks og djúpsæjastur rúnameistari nú á danska túngu, sem í Kúnabók sinni (1864) hefir skýlaust kallað Island í andlegum skilníngi hið fjórða landið á Norðurlöndum. og þar að auki greint sig frá öllum hinum öðrum með því ávallt að unna oss nafns vors og látið oss í fyllsta máta njóta þess réttar sem vér eigum. Eg hef áður tekið fram, hvernig menn alltaf hafa verið að hvlma yfir því, sem Islendíngum tilheyrir einum, en engum öðrum; en þessir menn hafa ekki einúngis verið

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.