Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 26

Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 26
28 1. Vér höfum áður í riti þessu getið þess, að sólin ynni allt sem á jörðunni er; tyrir hennar krapt lifnar lífið, og þegar hún hverfur, þá sofnar það eða dofnar; hún er orsök til allrar litarprýði og allrar fegurðar, og hún ræður jafnt fjöri andans sem krapti líkamans. Diodorus kallaði hana »höfuðsmið alheimsins«, því hann fann ósjálfrátt hversu mikið vald hennar var. en aunars hafa menn ekki haft neinar ljósar hugmyndir um eðli hennar, og menn vita raunar ekkert áreiðanlegt um það enn. Algengast var í fornöld að trúa því, að sólin væri guð, og eins og þetta kemur fram í flestum fornum ritum og kvæðum, og eins og menn hafa gert það líklegt, að öll heiðin trú væri eiginlega sólar-dýrkan, eins eymir svo eptirafþessu enn að ekki einúngis margar heiðnar þjóðir, svo sem Samojedar og fleiri, heldur og einnig margir almúgamenn þeirra er kristnir eru kallaðir, lúta sólinni og taka ofan, þegar hún kemur upp. fetta nægði samt ekki sumum, og Anaxagoras (500 árum f. Kr.) sagði að sólin væri »glóandi steinn«; vegna þessa og fleiri meinínga um náttúruhluti var hann kallaður guðníðíngur og varð að fiýja á burtu. En hversu daufar hugmvndir menn raunar höfðu um eðli og mátt sólarinnar, sést eiginlega best á því, að menn héldu fram eptir öllum öldum, að hún snérist í kríngum jörðina eins og túnglið, og þessu trúðu allir og það var jafn vel gert að trúarsetníngu (Galilei) og því var ekki hrundið fyrr en af Kopernikusi (f 1543). Eptir að þannig var búið að ákveða og sanna, að sólin væri miðdepill jarðstjarnanna, þá var samt eptir að vita hvað hún væri. Mönnum varð hægra fvrir, eptir því sem tímarnir liðu fram, að reikna út hversu stór hún væri og hversu lángt hún væri á burtu frá jörðunni. þætta fann Halley — það eru ekki nema rúm hundrað ár síðan — og það er bygt á þeim skoðunum sem menn geta gert í hvert sinn sem Venus ber fyrir sólina. fetta verður ekki nema sextán sinnum á hverjum þúsund árum, en með mislaungum millibilum. Hversu torvelt þetta sé, má sjá á því, að árið 1761, þegar von var á þessari

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.