Gefn - 01.01.1872, Síða 30
32
gegnum þrístrent gler ljós járnsins með stækkunargleri í
þessum ljósbreytíngum, þá sjá menn hvernig regnbogalitir
koma fram hvorr eptir annan eptir því sem járnið hitnar
meira, öldúngis eins og í sólargeislanum: fyrst hinn rauði,
þá gulrauður, gulur, grænn, ljósblár, myrkblár og loksins,
þegar hitinn er orðinn 1200 stig, þá kemur fjólublái litur-
inn fram, hinn sjöundi, og þá er sama hlutfallið komið og
það sem er í sólargeislanum.
Hinir sjö litir, sem í ljósinu eru, eru sjö geislar, sem
hverr fær sinn lit af þeim bylgjuhraða sem hann flýgur með
í gegnum rúmið; geislarnir fara eða fljúga í öldum eða
hlykkjum eins og í krákustig og menn vita gjörla hlutfall
hvers eins: rauði geislinn er beinastur, það er: hans öldu-
gángur er minnstur, eða: hann brotnar minnst. Fjólublái
geislinn, sem síðast kemur fram, er blykkjóttastur, það er:
hans öldugángur er mestur, eða: hann brotnar mest. þessi
öldugángur er titríngur eða skjálfti ljósgeislanna, og vér
hefðum einnig getað kveðið svo að orði: að rauði geislinn
skjálfi minnst, en hinn fjólublái mest. Menn vita og vel
hversu skjótlega þessi skjálfti gengur, en það verður ekki
mælt nema með millíónum og billíónum. (4000 rauðir
hlykkir reiknast á hverri línu). í raun og veru er Ijós og
hljóð hið sama: eyrað sér ekki, og augað heyrir ekki; en
það sem eyrað ekki sér, það sér augað, og það sem augað
ekki heyrir, það heyrir eyrað: það er: heyrnartaugarnar skynja
allt sem hljóð, og sjónartaugarnar skynja allt sem ljós:
fái menn högg á augað, eða þrýsti á það þegar þvi er haldið
lokuðu, þá bregður glampa fyrir innaní liöfðinu, og vér
sjáum ljóshríngi: það er Ijósseðli sjónartauganna, semvaknar
við þrýstínguna, en sjálfar sjónartaugarnar finna ekki til
neins sársauka, þær tinna ekkert nema ljósið; sársaukinn
eða »tilfinníngin« merkist af öðrum taugum, sem liggja þar
í kríng eins og annarstaðar. Efvér ímyndum oss einhverja
veru, gædda einhverju lífi, en sem ekki væri nema tóm
heyrn og svo næm, að hver hin minnsta þrvstíng gerði áhrif