Gefn - 01.01.1872, Page 56

Gefn - 01.01.1872, Page 56
58 Síðan tóku menn aptur til enna sömu bragða sem fyrr og fóru í einstökum hópum á »mannaveiðar«, og þetta lykt- aði loksins þannig, að eptir nokkur ár var ýmist búið að drepa eyjarbúa, eða þá að ná þeim lifandi, og 1835 voru þeir allir fluttir yfir á ey nokkra er Flindersey heitir, og voru einúngis 310 að tölu. J>ar vorubygð handa þeim hús eða kofar, og enskur maður nokkurr, Kobertson að nafhi. vildi leitast við að fræða þá og leiða þá tii nokkurrar betri æfi. En það tókst ekki; þ eir hrundu niður af sjúkdómum og allskonar eymd, því líklega hefir allur kjarkur verið úr þeim dreginn í þessu lángvinna eymdarstríði. Leifar þess- ara manna voru því fluttar þaðan aptur og til Hóbarttúns, en það kom fyrir ekki. Árið 1866 voru fjórir eptir af þjóð þessari, þjár konur og einn maður, sem sagt var að hefði átt að fara til Englands til þess að sýna sig Engla- drottníngu. [>annig hefir þessi þjóð liðið undir lok einúngis fyrir handvömm og klaufaskap, sem leiddi af sér allar þæ.r raunir sem vér höfum nú talið. Myndir manua þessara sýnast að lýsa greind og gáfum, andlitin eru regluleg og fremur stórskorin, með sorgarsvip, en annars miklu greindarlegri og viðkunnanlegri en andlit Índíana eða Nogra, og það er því enginn efi á, að Englendíngar hafa þar eyðilagt þjóð sem munði hafa getað tekið merkilegan þátt í lífi manna, ef liún hefdi náð að lifa og mannast.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.