Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Blaðsíða 4

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Blaðsíða 4
4 STJÓRN. skal 5 búa kviður gjöra um, hvað mikið skal vinna |>að sumar. Eigendur og umráðamenn jarða eru skyldir að hafa nákvæma lýsing á landamerkjum jarðar sinnar,. ítökum, hlunnindum og ískyldum, sem hún á, og á henni liggja. J>essa lýsingu eiga næstu jarða eigendur að sampykkja og rita undir hana, og svo peir, er ískyldum eiga að svara eða ítaks að njóta; en síðan skal landeigandi láta sýslumann pinglesa hana á næsta mann- talspingi. Ef landamerkjum er breytt skal pví og pinglýst á næsta manntalspingi. Sá, sem eigi hlýðnast áður sögðum skip- unum, er sekur um 20 kr. gjald í sveitar sjóð, en ef hann hefir ei hlýðnazt pví í 5 ár, án löggildra málbóta, skal lúka tvöfalda sekt pessa fýrir hvert ár, er líður úr pví. Allar slíkar lýsingar og gjörðir skal sýslumaður rita í löggilta bók, er til pess er ætluð. Ef eigendur jarða skilur á um landamerki eða ítök, skal sá, er vill lúka prætunni, stefna hinum til varnar- pings. Leiguliði er umboðsmaður varnaraðila ef hann hefir ei annan kosinn. Sýslumaður velur átta menn í dóm á pingi, og kýs síðan hvor aðila tvo menn úr dóminum. Eí annar vill eigi ryðja, ryður hinn fyrir báða. þessir fjórir menn og sýslumaður, sem dómstjóri, skipa merkjadóminn. Ef sakaraðili mætir eigi, skal hann gjalda varnaraðila 3 kr. í ferðakostnað dag hvern, en ef varnaraðili mætir eigi, nefnir sýslumaður menn úr dómi fyrir hans hönd. Ef hvorugur mætir, fellur málið niður. Erestur skal settur frá merkjadómi til merkjagöngu svo langur að nægi til að afla allra peirra skilríkja, er auðið er; pó má fresturinn ei vera lengri en 18 mánuðir. Merkjaganga skal fram fara á hentugum tíma, er jörð er auð; skulu dómendur hafa ritað nöfn sín undir eiðstaf áður til starfa er tekið. |>egar skoðunargjorð er á enda, skal leiða vitni og leggja skilríki í dóm sem lög og venja er til, og heyja svo dóminn og setja síðan glögg landamerki eptir atkvæðum dómsins. Atkvæðafjöldi ræður úrslitum. Ef pingsafglöpun eða önnur lagaleysa hefir átt stað í dóminum má innan 12 mánaða skjóta honum til landsyfirrjettar. Ef fleiri en einn eru eigendur jarðar, hafa peir atkvæði sem einn væri. Dómendur skulu fá 3 kr. hver fyrir hvern dag, er peir sitja í dóminum, og ákveður dómurinn, hver á að gjalda pað. Ef dóms- maður kemur ei að forfallalausu til dóms, skal hann sæta 10 kr. sektum, og greiða allan kostnað af útivist sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.