Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Blaðsíða 40
40
MENNTUN.
heiir orkt par nokkur ágæt smákvæði, og er bezt af ]>ví sum
kvæði í flokknum Norðurfjöll; pað eru ferðakvæði, og eru sum
þeirra sönn meistaraverk, einkum pegar pess er gætt, að skáldið
er eigi nema tvítugt að aldri. Bertels kvæði eru sízt, og enda
sum einskisvirði, en sum eru aptur heldur góð, pó að pau
standi langt á baki hinu. Kver petta heíir fengið góðar við-
tökur meðal flestra hinna yngri manna, en sumum hinum eldri
hefir pótt nóg um nýjungarnar, og verður hver að ráða sinni
meiningu í pá átt. — Hitt ritið er Brynjólfur Sveinsson byslcup,
eptir Torfliildi porsteinsdóttur Holm, sem nú er í Vesturheimi.
[>að er æfi Brynjólfs byskups Sveinssonar frá pví að hann varð
byskup og þangað til hann dó, sett í skáldsögusnið. J>ar er getið
flestra hinna heldri manna á Islandi í hans tíð, og drepið á suma
helztu viðburði hjer á landi á peim dögum, sem talað er um í
Arbókuin Espólíns. Saga pessi er víða og að mörgu leyti falleg,
og lýsir guðrækni og góðu hjarta hjá söguskáldinu, en hún er
mjög ófullkomið listasmíði. [>að er margt af persónum, sem
hvergi snerta sögupráðinn, en koma að eins við, af pví að pær
voru pá til, og er petta galli, er sqertir lieild og rás sögunnar,
einkum af pví að skáldinu reynist ofvaxið að einkenna menn
með stuttu máli. Skaplýsingar eru flestar ófullkomnar og
óljósar, pví að hún hefir ei ráðið við að losa sig svo við sögu-
kaflana í Espólín, eða laga pá svo í hendi sjer, að þeir yrði
til pess að einkenna vel skaplyndi höfuðpersónanna. Málið á
bókinni er sums staðar heldur gott, en sumstaðar er á því
nokkuð mikill útlenzkublær, og efnisfærslan nokkuð «rómantisk».
En pó að ýmislegt megi að bókinni finna, er það eigi að siður
gleðilegt tákn, að kvennfólkið er líka farið að reyna sig. — Svo
víkjum vjer nú að hinu lakara. Melablóm, smáskáldsögur og
kvæði eptir Guðmund Hjaltason, er lítil bók, og kveður líka
lítið að. Smásögurnar eru líktar eptir æfintýrum Andersens
hins danska, sem fræg eru orðin um allan heim, en eru
mjög lítilfjörlegar. Kvæðin eru og flestöll ómerk. Kverið ber
með sjer að höfundurinn hefir töiuvert hugmyndaflug, en pað er
svo óljóst og ruglingsiegt, að pað verður honnm að engu, eða
svo óeðiilegt, að pað fellur á sjálfs sín bragði. — En alit sem
eg hefi enn nefnt, og bók Eiríks frá Brúnum með, er konung-
borið hjá Oamni og alvöru, kvæðum eptir Bjarna Árnason.