Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Blaðsíða 11
STJÓKN.
11
einkum til búnaðar, atvinnuframfara, menntunar og styrktar.
Má af því helzt til nefna, að porvaldi kennara Thóroddsen á
Möðruvöllum voru veittar 1000 kr. til þess, að rannsaka Múla-
sýslurnar og sjerstaklega silfurhergsnámann í Helgustaðafjalli,
og gjöra áætlun um, hvort pað svaraði kostnaði, að vinna hann.
Svo voru honum og veittar 500 kr. til verkfærakaupa. Til
harna- og unglingaskóla voru veittar nærfellt 4300 kr. og kom
pað niður á 16 skóla. Af peim fjekk skólinn í Flenshorg mest:
1000 kr. Annars er eigi rúm til pess, að telja upp fjárveiting-
ar pessar hjer, en sumra peirra mun verða getið síðar í frjett-
um pessum.
Til nppbótar fátœkum brauðum voru lagðar 4500 kr., er
var skipt á milli 28 hinna fátækustu peirra; sömuleiðis var og
2500 kr. skipt milli 48 prestsekkna.
Meðalverð allra meðalverða í öllum verðlagsskrár-umdæm-
um landsins var á pessa leið:
I Austur-Skaptafellssýslu.......................... 46 a. al.
- Vestur-Skaptafellssýslu......................... 45 - —
- Kangárvallasýslu ............................... 48 - —
- Arnessýslu ..................................... 56 - —
- Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjavíkurhæ • • • • 58 - —
- Borgarfjarðarsýslu ............................. 57 - —
- Mýrasýslu ...................................... 58 - —
- Snæfellsness- og Hnappadalssýslu ................57 - —
- Dalasýslu, Barðastrandarsýslu, ísafjarðarsýslu og
Isafjarðarkaupstað ............................ 56 - —
- Strandasýslu ................................... 61 - —
- Húnavatnssýslu.................................. 55 - —
- Skagafjarðarsýslu .............................. 54 - —
- Eyjaíjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað........... 53 - —
- |>ingeyjarsýslu ................................ 55 - —
- Norður-Múlasýslu ............................... 58 - —
- Suður-Múlasýslu ................................ 62 - —
J>ess vaf getið í frjettum frá fyrra ári, að Trolle fór hjer í
kring.vam land til pess að kynna sjer fiskiveiðar hjer við land
og samdi um pað fróðlega skýrslu. En síðan fór hann að færa
sig upp á skaptið, og gaf ráðgjafanum skýrslu, er sýndi, að
honum pótti Norðmenn veiða ólöglega í landhelgi hjer við land,