Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Blaðsíða 52
52
SLYSFARIR, SÓTTIR, IÁT IIELDRA FÓLKS.
og gekk að eiga Katrínu dóttur hans. 1848 fjekk liann Kvenna-
lirekku, og 1868 Breiðabólstað á Skógarströnd, og var par til
dauðadags, sem bar að 31. dag októbermánaðar. Hann var
vandaðasti maður, gáfaður vel og búmaður svo mikill, að fáum
mun fært að skipa sæti við blið honum í peirri grein. Keit
hann ýms rit í pá átt, einkum um fjenað, og pá verðlaun
fyrir. Hann var hagorður allvel, og eru til eptir hann bug-
vekjusálmar og fl. Hann var prófastur Dalamanna frá 1864—
1868, og sat mörg ár á pingi, og rak pau störf hvorttveggja
vel af hendi. — Björn prófastur Halldórsson prófasts Bjarn-
arsonar á Sauðanesi er fæddur á Skarði í fungeyjarsýslu 14.
dag nóvembermánaðar 1823, og varð stúdent við Bessastaða-
skóla 1844 með bezta vitnisburði. Síðan fjekkst hann við barna-
kennslu, og gekk síðan á prestaskólann, og lauk par embættis-
prófi 1850, sömuleiðis með bezta vitnisburði. Síðan fór bann
utan um eitt ár, og vígðist síðan 1852 aðstoðarprestur hjá
Gunnari prófasti Gunnarsyni á Laufási, og fjekk síðan Laufás
veittan í desembermánuði árið eptir. Yar hann par síðan
prestur til dauðadags. Hann varð bráðkvaddur að kveldi hins
19. dags desembermánaðar; kenndi hann sárinda fyrir brjósti
daginn áður, en var pó við ritstörf, og ætlaði um kveldið að
ganga inn í annað herbergi, en hneig niður örendur í dyrunum.
Hann var hinn ágætasti prestur, ræðumaður mikill og skáld gott,
og mjög virtur af öllum. Hann varð prófastur í fúngeyjar-
sýslu 1863, en sagði pví af sjer 1872. — BenidiJct pórðarson
uppgjafaprestur á Selárdal varð bráðkvaddur aðfaranótt hins 9.
desember. Hann var fæddur á Sörlastöðum í Fnjóskadal 30.
dag júlímán. 1803, og var faðir hans bóndi. Hann var á unga
aldri hjá ýmsum heldri mönnum nyrðra, t. d. Gunnl. Briem
sýslumanni og fl. og lærði pá ýmislegt tilsagnarlítið, en bjó
sig pó undir skóla, og fór í hann 1827. Hann útskrifaðist
1833, og var pá fyrst 2 ár verzlunarstjóri í Beykjavík, en vígð-
ist 1835 til Staðar á Snæfjallaströnd. Síðan fjekk hann Garps-
dal 1843, Kvennabrekku 1844, Brjámslæk 1849 og Selárdal
1864. Hann sagði af sjer brauðinu 1873. Hann gekk 1843
að eiga Ingveldi Stefánsdóttur frá Hjarðarholti í Dölum, og áttu
pau 4 börn saman; eitt peirra er Lárus prestur í Selárdal.
Sjera Benidikt sál. var með merkari prestum, hagorður, og hef-