Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Blaðsíða 15
STJÓRN.
15
samt upp hingað með fjöMyldu sína í októbermánuði, ogætlaði
a:ð ieysa af hendi íslenzkuprófið hjer; hafði hann vonarbrjef fyrir
embættinu, hve nær sem hann næði próíi. Hann tók síðan prófið,
stóðst það, og var síðan settur landlæknir 31. dag októbermánaðar.
í fyrstu mœtti hann mótspyrnu nokkurri hjá nemendum við
læknaskólann, pví að peir vildu ógjarna hlýða dönskum fyrir-
lestrum, en pó varð eigi neitt úr pví.
Kandídat Jón Sigurður Karl Kristján Sigurðsson Johnsen
var skipaður hjeraðslæknir í 12. iæknishjeraði (jjingevjarsýslu)
29. dag aprílmánaðar.
Bogi Pjetursson, hjeraðslæknir í Eangárvallasýslu, var
skipaður til pess, að pjóna Yestur-Skaptafellssýslu 20. dag júlí-
mánaðar, ásamt sínu eigin umdæmi, frá 1. degi ágústmánaðar.
13. dag. aprílmánaðar var kandídat Quðlaugur Ouðmumlsson
settur sýslumaður í Dalasýslu frá 1. degi júnímánaðar. Engar
aðrar breytingar voru gjörðar á embættum sýslumanna.
Prófástar voru tveir settir: 23. marz var Bjarni prestur
Sigvaldason á Stað í Steingrímsfirði skipaður prófastur í Stranda-
sýslu, og 29. ágúst porvaldur Jónsson prestur á ísafirði skip-
aður prófastur í norðurparti Isafjarðarsýslu.
Brauðaveitingar voru pessar:
Ouðjón prestur Hálfdanarson á Krossi í Landeyjum fjekk
Saurbæjarprestakall í Eyjafirði 8. dag. febrúarmánaðar. — Odd-
geir Ouðmundsson, prestur í Sólheimapingum, fjekk Miklaholt
í Snæfellsnessýslu 11. dag s. m. — Kandídat Halldór por-
steinsson fjekk Landeyjapingin (Kross-, Yoðmúlastaða- og Siglu-
víkurbrauð) 27. dag marzmánaðar. — Eyjólfur Jónsson, prestur
í Kirkjubúlspingum fjekk Mosfell í Grímsnesi 11. dag maímán-
aðar. — porsteinn Benidiktsson, prestur að Lundi í Borgar-
firði, fjekk Rafnseyri í Isafjarðarsýslu 24. dag júnimánaðar. —
Helgi Arnason, prestur að Söndum í Dýrafirði, Nessping í
Snæfellsness-sýslu 25. dag júlímánaðar. — Mríhur Gíslason,
prestur að Prestliólum, fjekkLund í Borgarfirði 12. dag ágúst-
mánaðar. — Kandídat Lárus Ólafur porláksson fjekk Mýrdals-
ping 1 Vestur-Skaptafellssýslu 21. dag ágústmánaðar. — Sama
dag fjekk og kandídat Finnbogi Bútur Magnússon Kirkjubóls-
ping í Isafjarðarsýslu. — Jón Jónsson, prestur í Dýrafjarðar-
pingum fjekk Sanda í Dýrafirði 16. dag septembermánaðar. —