Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Blaðsíða 19
ÁRFERÐ OG ATVINNUVEGIR.
19
skíðum úr Fljótum iun í Hofsós sakir ófærðar; fennti pá fje á
afrjettum milli sveita, en ei á heiðum frammi, ]>ví að hríð-
arnar náðu aldri lengra en fram á fjallabrúnir; 23. sept. kom
síðasta hríðin, og fennti pá hross í Laxárdalsfjöllum, afrjetti
milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar. Úr rjettum breyttist til
batnaðar og var úr pví hin hagstæðasta hausttíð. |>etta er nú
sumarssaga Norðurlands, og að mestu líka Vesturlands. Eystra
var sumarið öllu skárra, pví að par náði sunnanáttin að flæma
liafísinn norður og niður í lok júnímánaðar, en allajafna var
par votviðrasamt. Syðra var aptur sífeld sunnanátt, en náði
aldri að vinna hug á hafísaköfunum nyrðra, svo að áttirnar
mættust allt sumarið á fjöllunum. Sumarið var heldur hlýtt
syðra en votviðrasamt mjög, svo úr hófi keyrðu rigningarnar.
Var svo allt liaustið og fram á vetur. Haustið var gott um
allt land, nema nál. pví í miðjurn septemher kom afskaplegt
stórviðri á Suðurlandi (sama veðrið og hríðin mikla nyrðra), og
fuku pá hey manna mjög t. d. á Kjalarnesi og í Kjós og víðar,
að sumir mistu nálega allt, er peir höfðu losað. Veturinn var
góður víðast um land, en víðast hvar heldur skakviðrasamur
frá pví í nóvembermánuði. Eannkoma var rnikil í |>ingeyjar-
sýslurn í uppsveitum í nóvemhermánuði, og lá sá snjór fram
til nýárs, og náði lítið til jarðar. Sömuleiðis kom og mikill
snjór í Eyjafirði og Skagafirði austantil, og varð jarðlaust af
áfreðum, en skánaði aptur, og var svo heldur góð tíð til nýárs.
Með jólafóstu komu hríðar og jarðhönn í Stranda- og norður-
hluta Isafjarðarsýslu, og var svo tii nýárs. Logndrífu mikla
setti og niður í nóvemher í Múlasýslum og Skaptafellssýslum,
og rigndi niður í á eptir, og varð af pví jarðlaust til nýárs.
Sunnanlands var aptur á móti slík einmunatíð, að fáir pykjast
slíka vetrartíð muna.
Vjer höfum farið hjer í nákvæmara lagi yfir veðráttufarið
í ýmsum sveitum landsins, en oss pótti pess pörf til pess að
skýra sem ljósast frá ástæðum hörmunga peirra og eymdar, sem
af pessu árferði hefir leitt.
j>að parf ei annað en sjá verðurfarsskýrslu pessa til pess
að geta gjört sjer í hugarlund, hvernig grasvöxtur muni hafa
verið. Gróður kom fjarskalega seint um allt land, og óvíða
2*