Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Blaðsíða 10
12
Lðggjðf og landsatjórn.
unum er gert. Feddersen, sá er hér ferðaðist um 1884 og
aftur petta ár að undirlagi alþingis til að skoða laksvötn og
laksveiðar, var spurður ráða af stjórninni áður enn hún staðfesti
frumvarp petta og lagði hann ekki á móti staðfestingu pess,
pótt honum pætti pví í sumu ábótavant; pannig pótti honum
betur farið, ef 36-stunda-friðunin hefði ekki verið fastsett milli
laugardaga og mánudaga, heldur falin sýslunefndum til á-
kvörðunar, eins og hinn friðunartíminn; hefði sá friðunartími
og gjarnan mátt vera lengri: frá 36 til 48 stundir, eins og
er á Englandi; smálaks (í 5. gr.) væri of óákvarðað; ef með
pví orði væri átt við unglaks á 2. ári, ætti pað vel við. Enn
aðalgallinn pótti honuin sá, að selur væri ekki gerður aiveg
ófriðhelgur, par sem sagt er (í 4. gr.): »pó má ekki raska
(með selaskotum) pinglesinni friðun eggvera og selalátra, nema
fult gjald komi fyrir, slíkt er dómkvaddir menn meta«, pví
að sel pyrfti algerlega að eyða, til pess að koma laksveiðinni
upp. Enn fremur pótti honurn vanta ákvörðun um pað,
hversu stór opin skuli vera á veiðivélunum, er opnar skulu
standa pessar 36 stundir, til pess laksinn komist óhindraður,
og að bann vanti gegn pví, að hræða pá laks upp í ár.
21. Löff um friðun hvala. »Allir hvalir, nema tann-
hvalir og smáhveli, svo sem hnýsur, höfrungar og marsvín,
skulu friðhelgir fyrir alls kyns skotum livervetna í landhelgi
. . . frá 1. maí til 31. okt. ár hvert, nema í ísvök sé, fastir
á grynningum eða hamlaðir á annan hátt pvílíkan. Eigi má
heldur hvali skjóta á öðrum árstíma á fjörðum eða vogum
meðan síldveiði er par stunduð. Enn reka má livali á land
og drepa, ef pað er gert með handskutlum eða lagjárnum,
enn eigi með skotum«.
Yið árslok vóru pví óstaðfest frá pví pingi: lög um fjár-
forræði purfamanna, um fiskveiðar í landhelgi og um stofnun
lagaskóla á íslandi, og var alment talið úti um pau.
j>ar á móti gaf konungur út tilski’pun 4. desbr. (út af
pingsályktuninni árið áður, sjá Fr. f. á, bls. 12, 7. tölul.) um
að »konum sé heimilt með sömu skilmálum og lærisveinuin
hins lærða skóla í Reykjavík að ganga undir árspróf 4. bekk-
jar og eins undir burtfararpróf skólans. . . . Konur eiga enn
fremur rétt á að njóta kenslunnar« og ganga undir burtfarar-