Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Blaðsíða 52
54
Mentun og menníng.
Með tilvísun til bókskrárinnar í skýrslum og reikningum bók-
mentafélagsins 1886 yfir þær bækur og ritgerðir, er snerta ísland og
komið hafa út erlendis þetta ár eftir útlenda og innlenda höfunda,
skal hér að eins getið „sögu fornuorrænna bókmenta frá elstu tímum
til siðbótarinnar11 („Geschichte der altskandinavischen Litteratur von
den áltesten Zeiten bis zur Reformation11) eftir Ph. Schiveitzer dr., er
hér ferðaðist 1883. Síðan á þessi saga að halda áfram og uá til þessa
tíma og heita þá: Geschichte der skandinavischen Litteratur von ihren
Anfángen bisauf dei neueste Zeit; kemur hún sem 8. bindi í „Heims-
bókmentasögu“, er gefin er út í Leipzig. — Af hérlendum mönnum
skrifaði mag. Benedict Gröndal þetta ár „skrá yfir fugla, er sést hafa
á íslandi11 („Verzeichniss der bisher in Island beobachteten Vögel“) í
tímaritið Ornis, útg. i Vín, fyrir félag það (Internationale permanente
ornithol. Comité), er gefur tímaritið út, og kosið hafði Gröndal fyrir
félaga 1884. í sama tímariti vóru og „athuganir á fuglum á Eyrar-
bakka“ (Ornithol. Beobachtungen zu Byrarbakki) eftir P. Nielsen,
verslunarstjóra. — jaetta ár kom út í Washington í Ameríku þýðing
(Observations on Volcanic Eruptions and Earthquakes in Iceland
within historic times translated and condensed by G. H. Boehmer) á
riti J>orv. Thoroddsens: Oversigt over de isl. Vulkaners Historie, og
fylgdi þar með aukin skrá yfir þau innlend og útlend handrit, bækur,
blaðgreinir og uppdrætti frá elstu tímum til þessa tíma, er snerta
náttúru íslands á einhvern hátt. — Sænskt skáld A. U. Bááth þýddi
á sænsku sögu Gunnlaugs ormstungu, Gísla Súrssonar og Hrafnkels
Freysgoða, og fylgdu þeim myndir. Fengu sögur þessar mjög mikið
orð á sig í Sviþjóð, einkum sem ágætar lesbækur fyrir alþýðu. J>ess
virðist og mega minnast hér, að þetta ár kom út í danskri þýðingu
(„Amerikas förste Opdagelse") bókin: America not discovered by Col-
umbus“ eftir Rasmus B. Anderson (norðmann), núverandi sendiherra
Bandarikjanna í Danmörku; hafði hann skrifað hana í Ameríku (á
ensku) 1875, og heldur hann því þar fram, að íslendingar eigi í raun-
inni fyrstir heiðurinn fyrir það, að hafa uppgötvað Ameriku og reynir
að sanna þá skoðun Finns Magnússonar. að Kolumbus hafi ráðist i
uppgötvunarferð sína bæði af viðtali við islenska menn, er hann hafi
komið hingað til lands árið 1477, og af því hann hafi þekt frásögur
íslendinga um landnám þeirra og ferðir til Ameríku (Vínlands) nálega
5 öldum áður. J>ótt þessi skoðun Finns þyki eigi fyllilega sönnuð, þá
er nú samt mjög að útbreiðast erlendis viðurkenning fyrir því, að ís-
lendingar hafi fyrstir fundið Ameríku; þannig mintist eitt helsta blað
J>jóðverja, „Illustrirte Zeitung“, þetta ár á 900-ára-afmæli þessa Ame-
ríkufundar íslendinga; að minsta kosti gengur oss íslendingum betur
að fá tileinkað oss þennan heiður, enn Kínverjum, sem líka vilja ná í
hann.
Hér skal og getið nokkurra ritlinga, er snerta ísland og hafa
þýðingu að einhverju leyti, enn gleymst hefir að geta í „skýrslum og