Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 16

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 16
16 Bjargræðisvegir. V. Bjargræðisvegir. Bjargarvandræði (hallærislán). — Sjávarútvegur og fiskveiðar (varnir gegn manntjóni í sjó). — Landbúnaður. — Verslun og 'vöruverð. — Bindindis- hreyfingin. — Sýning i Khöfn. Bjargarvandræði var talað um að mun, nema sunnanlands, mest sökum matvöruskorts í kaupstöðum; verst var af látið norðanlands og í peim vandræðum sá blaðið Norðurljósið pað eitt til úrræða, að menn flyttu til Vesturheims, og purfti pó ekki á pað að minna; pá kvað Mattías prestur Jochumsson á Akureyri um »hafísinn* (»Ertu kominn landsins forni fjandic, 31. mars) og gremjukvæði sitt um ísland, er síðar verður nefnt; sá til muna á ýmsum nyrðra, enn hungurdauði varð pó hvergi, hætti pað mikið úr fyrir héruðum peim norðanlands, er náð gátu til Sauðárkróks, að par vóru vöruhyrgðir allmiklar, er fjárkaupmaður C. Knudsen átti geymdar, enn kaupmenn par matvörulausir sem víða annarstaðar. Kaupfélag Júngeyinga og félag Eyfirðinga og Fljótsdæla fengu matvörur með skipi frá Skotlandi (Miaca), er kom til Akureyrar 29. febr. og Norðmaður einn (Otto Wathne) fór með; pótti pað glæfraför, enda skipið orðið sem ísjaki að sjá, er til Akureyrar kom, og talið, að að- alpilfar væri komið (3 fet) niður fyrir sjávarflöt. Skipið strand- aði seinna (27. maí) í Suðurmúlasýslu, og töldu félögin ekki framar upp á, að fá vörur um hávetur, pótt petta hepnaðist nú. — Hallœrislánn-austurinn úr landssjóði minkaði petta ár, pó ekki með góðu; Strandsýslungar háðu um lán, enn amt- maður synjaði samkvæmt skýrslum peim um ástandið, er send- ar vóru, og var pó tvívegis gerð gangskör að, að láta pær verða fullnægjandi; amtsráðið staðfesti síðar neitun amtmanns. Húnavatnssýsla fékk 19. mars 2950 kr. í viðbót við pað, er hún áður hafði fengið af pví er lofað var (shr. Fr. f. á. hls. 19 og 35) og hafði pá fengið alls af pví 7950 kr., enn Skaga- fjarðarsýsla alt sitt (7. nóv. f. á.). Sumir hreppar Húnavatns- sýslu forðuðust pó að taka lán og misjafnar sögur gengu enn af úthlutun pess og pörfinni. Sjávarútvegur og fiskveiðar. |>ótt árið mætti teljast full- komlega í meðallagi að gæðum að öllu samíöldu til lands, þá

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.