Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 18

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 18
18 Bjargræbisvcgir. Hann hélt fyrst fyrirlestur í Eeykjavík 16. jan. (»um bjargráð í sjávarháska«): um nytsemi sundkunnáttu, um lýsi eða olíu til að lægja brim eða öldugang, eins og farið er að tíðkast er- lendis, og sýndi hann þá tvö áhöld er hann hafði gert í þeim tilgangi: »báruíleyg«, strýtumyndaður kútur, til að hafa aftan í skipi á sjó, á taug, með götum í botni fyrir lýsið til að vætla út um, og »lábrjót«, gjörð, vafnri hampi til að fleygja út í lendingum, löðrandi í lýsi. Enn fremur sýndi hann »kjalfestupoka« líka flösku í lögun, úr segldúk, vatns og jafn- vel lofthelda með góðri bikun; hafði Jón útvegsbóndi Ólafsson í Hlíðarhúsum við Rvík fundið pá upp til að liafa á sjó í stað seglfestugrjóts, fylla með sjó, 4—8 með skipi. Séra Oddur fór síðan uin veturinn um allar (27) verstöður í Gullbringu- og Árness-sýslum, hélt 11 fundi og fyrirlestra á 6 stöðum og fékk 111 útvegsmenn (með 150 skipum) við Eaksaflóa sunnanverð- an til að bindast samtökum til bjargráða á þennan hátt sem allra fyrst. Seinna (14. desbr.) hélt séra Oddur aftur fyrir- lestur i Rvík (»um líf og lífsvon sjómanna«) og sýndi þá ný áhöld og umbætt: »rekstjóra«, sem sparar menn við andóf- o. fl., »skiftispjöld« til að skifta afla réttlátlega, meðan afli hvers skips væri ekki verkaður allur saman og síðan skift eftir vikt, »íla«, lýsisílát, þríhyrndur dúkpoki til að hafa ýmist á stefni eða borðstokki, sem lýsi drýpur í gegnum; sund þótti honum ekki koma að tilætluðu gagni til bjarga, meðan skinn- klæði væru eins og nú eru þau, einkum brókin, sem enginn gæti synt 1«; þyrfti í hennar stað skinnsokka og stuttbuksur úr skinni; annars kvað hann sundkunnáttu lífsnauðsynlega, enn í því sem öðru mesta tjón að fákunnáttu formanna, er fæstir kunna að nota loftvogir eða áttavita, enda hafa þá alls ekki, og jafnvel þekkja lítið leiðir og lendingar, og enn fremur að agaleysi háseta; var ágrip af fyrirlestrum séra Odds (um »lýsi«) kostað til prentunar af landsstjórninni; enn nokkuð (»saltfisks- verkun«) gaf hann út sjálfur. Síðan fór séra Oddur um ver- stöðurnar aftur til að koma á frekari samtökum í þessu efni og tryggja þau með endurbótum þessum, og vóru um árslokin stofnaðar fyrir hans forgöngu svonefndar »bjargráðanefndir« í flestum veiðistöðum við Eaksaflóa málinu til framkvæmda-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.