Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 19

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 19
Bjargræbisvegir. 19 Enn fremur vandaði séra Oddur um kristnihald og siðferði sjó- manna og lét prenta og útbyta »sjómannabæn«. Amtsráð Suðurumdæmisins veitti honum 400 krónur úr jafnaðarsjóði fyrir pessar framkvæmdir. Síðan var pað um áramótin, að Geir kaupmaður Zoéga, er mestan á pilskipastólinn við Faksa- fióa, kom á samtökum meðal pilskipaeigenda í Evík og Sel- tjarnarnesi, að hafa lýsi á pilskipum til að verja pau áföll- um. Enn er eitt ótalið af tilraunum pessum: að sýslunefnd Gullbr. og Kjósarsýslu ákvað 24. maí, að veita úr sýslusjóði alt að 100 kr. styrk peim manni úr Rvík eða Gullbr.sýslu, sem vildi láta vanan skipasmið úr Yestmannaeyjum búa til róðrar- skip eftir lagi Vestmannaeyinga. fess skal að síðustu getið, að allmikil gangskör var gerð að pví fyrir áskorun stjórnarnefndar »styrktarsjóðs handa purf- andi ekkjum og börnum druknaðra sjómanna«, að auka pann sjóð; hann var stofnaður með kgsúrskurði 24. júní 1840, og var nú orðinn alls 5711 kr., enn hafði veitt alls 4325 kr. sem styrk. ísfirðingar fóru og að efla til meiri samskota til sjóðs er hjá peim var til í sama tilgangi, og enn fremur Árnesing- ar, er settu sér jafnframt prentuð »Lög fyrir sjómannasjóð Ár- nessýslu«; víðar var og byrjað að stofna slíka sjóði. Landhúnaður. Af honum verður fátt í fréttum að segja petta ár; pó vóru gerðar nokkrar frekari tilraunir til betri hey- ásetningar; hafði amtmaður E. Th. Jónassen brýnt fyrir sýslu- mönnum í suður- og vestur-umdæminu eftir pingið afstaðið (sjá Fr. f. á. bls. 37) að framfylgja vel horfellislögunum frá 1884, enn pá pegar (20. okt. f. á.) hafði sýslumaður Snæfell- inga, Sigurður Jónsson, gefið hreppstjórum og hreppsnefndum í sinni sýslu »erindisbréf um eftirlit með hirðingu búpenings og heyásetning« og fyrirskipað 3 skoðunarferðir (laust eftir vet- urnætur, við porrakomu, og um sumarmál); skyldi alt, sem gert yrði, skrifað í skoðunarbók og tilkynt sýslumanni síðan. Slík- ar skoðunarferðir vóru farnar enda áður í ýmsum sýslum og hreppum, einkum um veturnætur. í blöðunum var mikið rætt og ritað um betri heyásetning, einkum út af frumvarpi síðasta pings, er helst varð til að hreyfa pessu máli (sjá Fr. f. á. bls. 37).

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.