Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 31

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 31
Lát heldri manna. 31 rornastöðum í Fnjóskadal 18. júlí 1814; kom í Bessastaðaskóla 1834, enn var útskrifaður af séra Hallgríini prófasti á Hólmum 1844 og vígður aðstoðarprestur séra Jóns Jónssonar á Grenjað- arstöðurn 1845; pjónaði síðan Presthólum, Stærra-Arskógi og Kirkjubæ í Hróarstungu og fékk lausn frá prestskap 1883 og lést 20. jan. í Bót í Hróarstungu, og skömmu síðar kona hans Jóhanna Jónsdóttir (prests í Öksnafelli Jónssonar lærða, prests í Dunhaga); höfðu pau átt mjög erfitt uppdráttar, hin síðustu ár einkum; hörn peirra 2 pá dáin. Lárus Jóhannesson (sýslumanns í Hjarðarholti Guðmunds- sonar), fæddur 4. nóv. 1858, útskrifaður úr Rvíkurskóla 1881 og úr prestaskóla 1883; vígður s. á. aðstoðarprestur séra Vig- fúsar prófasts Sigurðssonar á Sauðanesi og par lést hann 9. sept. og lét eftir konu og hörn. Skúli Oíslason (prests Gíslasonar, síðast að Gilsbakka, og Ragnheiðar Vigfúsdóttur Thorarensen), fæddur 14. ágúst 1825 í Vesturhópshólum og útskrifaðist úr Rejkjavíkurskóla 1849 og frá háskólanum í Khöfn 1855 með 1. einkunn í guðfræði og árið eftir vígður prestur að Stóra-Núpi; 1859 fekk liann Breiða- hólstað í Fljótshlíð og pjónaði pví brauði til pess er hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 2. des., nýkominn heim frá messugjörð á útkirkjunni Teigi; hafði hann pá nýlega sagt af sér prófasts- embætti í Rangárvallasýslu, er hann hafði gegnt síðan 1881, enn amtsráðsmaður var hann og hafði verið síðan amtsráð komst á. Ekkja hans er Guðrún |>orsteinsdóttur (prests Helgasonar í Reykholti) og lifa 5 börn peirra, par á meðal Skúli prestur í Odda og Soffía kona Gunnlaugs bónda J>orsteinssouar (fyr sýslu- manns) á Kiðjabergi. Séra Skúli pótti pjóðhöfðingi mesti, gáfu- og fjörmaður, fróður mjög, framúrskarandi hreinskilinn og prestur hinn besti; hann var vel fjáður maður, enda bú- sýslumaður góður. Stefán Jónsson (prests að Mælifelli Sveinssonar landlækn- is Pálssouar), fæddur 14. okt. 1847, útskrifaður úr Rvíkurskóla 1871 og úr prestaskóla 1876 og vígður s. á. prestur að pór- oddsstöðum í Kinn, fekk Mývatnspings 1879, enn þóroddsstaði aftur 1880 og var par prestur, til pess er hanu varð úti á Skarðahálsi skamt frá Húsavík í dimmviðrisfjúki 9. febr., eigi

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.