Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 47

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 47
47 íslendingar í Vesturheimi íslandi*, «þareð áður liefir árangurslaust verið reynt, að vekja ákuga manna í Ameríku fyrir þessu harðærismáli og fá þá til að safna fé í því skyni að hjálpa mönnum á íslandi*. Jafn- framt hugsuðu Isl. þar þá sem áður mikið um, að «hjálpa ís- lenskum innflytjöndum til að setja sig niður í Ameríku*, og eins, að senda peninga hingað til útflutnings vina og vanda- manna; enn hversu það fé nam, er hingað var sent þetta ár, er ekki mögulegt að segja nú; þó var það talið víst, að vetur- inn 1887—88 vóru um 20,000 kr. sendar til Islands að vest- an um pósthúsið í Reykjavík og fyrir milligöngu Sigfúsar Ey- mundssonar. —íslendingur einn (Eiríkur H. Bergmann) var kosinn þetta ár þingmaður á hjálendu-þing í Dakota, fyrsti íslendingur, er hlotnast hefir sá frami. Annars verður hér fátt sagt af hag íslendinga þar vestra, enn þeir létu alment vel yfir sér og fullyrtu, að hagur íslenskra bænda þar hefði aldrei staðið jafnvel og nú yfirleitt. Kirkjumálum þeirra þok- aði áfram í betra horf, þó að nú ætti kirkjufélag þeirra («hið evangelisk-lúterska*) við mótspyrnu að stríða frá hálfu pres- byteríanska trúflokksins, er fengið hafði jafnvel íslenska menn (Jónas og Lárus [sjá Fr. 1886, bls. 26] Jóhannssyni, bræður) í þjónustu sína; það bólaði og enda á vantrúarflokki meðal ís- lenskra manna þar vestra («Menningarfélag»), er jafnvel vildi opinberlega slíta sig frá kirkju og kristindómi («guðsorð biblí- unnar hið versta átumein í mannfélaginu»). J>ó mynduðust söfnuðir og bættust (2 nýir) við kirkjufélagið lúterska, og 2 kirkjur vóru fullbygðar og byrjað á 2 öðrum kirkjum, enn prestafátt var. Kirkjufélagið hélt 4. ársþing sitt í júní (á Mountain í Dakota); þar flutti séra Jón Bjarnason, formaður félagsins, fyrirlestur, er hann nefndi: «ísland að blása upp»; hann var síðan prentaður í Reykjavík; leit hann svo á, eins og flestir íslendingar í Yesturheimi, að Islandi og íslendingum hér væri «stórum að fara aftur í öllum efnum» («blása upp bókstaflega og andlega»); taldi hann til þess fyrst eyðing birki- skóga með grassverði bæði af náttúrunnar og mannavöldum: með fjárbeit og óvönduðu höggi1 og hrísrifi; lét hann þá í 1) Hér skal J>ess getið, að svo var t. a. m, talið til, að fardaga-árið 1887—88 lieföu verið höggnir 1340 hestar af viði í Grímsnesi og Laugar-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.